- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 255
Mánudaginn 7. janúar 2013 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Leiga á landi Grýtubakkahrepps fyrir hrossabeit. Sveitarstjóra falið að auglýsa leigu á landi til hrossabeitar þ.s. núverandi leigusamningar eru útrunnir.
2. Drög að samþykkt um sameiginlega byggingarnefnd Eyjafjarðar. Sveitarstjórn samþykkir samþykktirnar fyrir sitt leyti.
3. Fjármögnun á íbúðum að Höfðagötu 1 á Grenivík. Samþykkt að óska eftir láni frá Íbúðalánasjóði sem nemur 80% af framkvæmdakostnaði.
4. Drög að samþykktum fyrir Grýtubakkahrepp. Fyrri umræðu lokið.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:30.