Sveitarstjórn

19.11.2012 00:00


   Sveitarstjórnarfundur nr. 252


Mánudaginn 19. nóvember 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófs kl 17:00.

    Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2012 til 2016, seinni umræða.
Forstöðumenn stofnanna sveitarfélagsins komu á fundinn.  Síðari umræðu frestað.

2. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 12. september og  3. október 2012 ásamt fjárhagsáætlun 2013. Lagðar fram.

3. Stofnfundargerð Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 26. september 2012 og fundargerðir stjórnar frá 22. október og 7. nóvember 2012. Lagðar fram.

4. Drög að samþykktum fyrir Héraðsskjalasafnið á Akureyri.
Sveitarstjórn samþykkir samþykktirnar fyrir sitt leyti.

5. Beiðni frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, dags. 13. nóvember 2012. Er verið að óska eftir styrk vegna Nýsköpunarkeppni grunnskóla.  Erindinu hafnað.

6. Erindi frá Snorrasjóði, dags. 8. nóvember 2012. Er verið að fara fram á að Grýtubakkahreppur styrki Snorraverkefnið 2013.  Samþykkt að veita 15.000 kr. í styrk til verkefnisins.

7. Bréf frá Landsbyggðin lifir, dags. 2. nóvember 2012. Í bréfinu er verið að fara fram á styrk vegna starfseminnar.  Erindinu hafnað.

8. Bréf frá Advel lögfræðistofu, dags. 1. nóvember 2012. Í bréfinu er verið að fara fram á að Grýtubakkahreppur yfirtaki þvottaplan við Ægissíðu á Grenivík sem er í eigu Kers ehf.  Samþykkt að Grýtubakkahreppur taki við umræddu þvottaplani.

9. Bréf frá Stígamótum, ódagsett. Eru samtökin að fara fram á styrk til reksturs samtakanna.  Erindinu hafnað þar sem Grýtubakkahreppur styrkir „Aflið“ systursamtök Stígamóta á Akureyri.

10. Samningur um leigu á landi.
Farið yfir samningsdrög varðandi þyrluskíðamennsku í landi Grýtubakkahrepps.

11. Bréf frá Markaðsskrifstofu Norðurlands frá 30. október 2012.  Er verið að  fara fram á endurnýjun á samstarfssamningi við Markaðsstofuna til ársloka 2015.  Samþykkt að endurnýja samstarfssamninginn.

12. Íbúðarmál. 
Íbúðarmál rædd.


Jón Helgi vék af fundi eftir 1. lið.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:30.
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.