Sveitarstjórn

01.10.2012 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 249
    

     Mánudaginn 1. október 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson en í hans stað sat Heimir Ásgeirsson fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl 17:00.


Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Bréf frá sóknarnefnd Laufás- og Grenivíkurkirkju, dags 10. sept. 2012, áður tekið fyrir 17. sept. sl.
Samþykkt að starfsmenn hreppsins annist frágang þeirra leiða sem sóknarnefnd óskar eftir, greiðsla fer fram skv. reikningi.

2. Bréf frá sýslumanninum á Akureyri, dags. 30. ágúst 2012, áður tekið fyrir 17. sept. 2012.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

3. Íbúðamál. Farið yfir þá byggingarmöguleika sem koma til greina við byggingu leiguíbúða á Grenivík.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

4. Þingmannafundur. Þingmenn Norðausturkjördæmis bjóða upp á viðtalstíma nk. miðvikudag kl. 9:45.
Sveitarstjóri mun nýta viðtalstíman ásamt þeim sveitarstjórnarmönnum sem komast.

5. Bréf frá innanríkisráðuneytinu dags. 21. september 2012. Í bréfinu er  fyrirspurn um málstefnu sveitarfélaga skv. 130 gr. sveitarstjórnarlaga.
Nýju sveitastjórnarlögin hafa falið í sér fjölmörg ný verkefni fyrir sveitarfélögin (fjármálareglur, siðareglur, nýjar samþykktir, endurskoðun samninga um samstarfsverkefni ofl.).  Eðlilegt er að innleiðing laganna taki tíma og sveitarfélögin þurfi, rétt eins og ráðuneytið, að forgangsraða verkefnum innan þess ferlis.  Málstefna í sveitarfélögum er þar ekki endilega forgangsmál og því mun sveitarfélagið m.a. líta til þeirrar fyrirmyndar sem muni felast í málstefnu sem sett verður fyrir Stjórnarráðið.

6. Eyðibýli á Íslandi. Er verið að sækja um styrk að upphæð kr. 100.000,- til verkefnisins „Eyðibýli á Íslandi.“
Erindinu hafnað.

7. Veraldarvinir. Er verið að bjóða vinnuframlag sjálfboðaliða til að vinna fyrir sveitarfélagið á árinu 2013.
Samþykkt að skoða málið frekar.


Fundargerðin lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 18.45
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.