Sveitarstjórn

21.05.2012 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 243    


Mánudaginn 21. maí 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrisftofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Farið í vettvangsferð.
Skoðuð aðkoma við Grenivíkurskóla, staðsetning upplýsingaskiltis, vegur við íþróttavöll, gámavöll og malarnámur.

2. Styrktarbeiðni vegna reksturs Aflsins 2012. 
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 10.000-.

3. Bréf frá Vegagerðinni, dags. 4. maí og 14. maí 2012.
Fyrra bréfið fjallar um viðhald girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu og seinna bréfið fjallar um beiðni um lagfæringu á héraðsvegum í Grýtubakkahreppi. Lagt fram.

4. Bréf frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, dags 16. maí 2012.
Efni: ályktun vegna förgunar dýrahræja. Lagt fram.

5. Hlutafjárloforð vegna stofnunar undirbúningsfélags um kaup á Grímstöðum á Fjöllum. 
Sveitarstjórn hefur þegar samþykkt að leggja hlutafé í undirbúningsfélag að upphæð kr. 75.000-.

6. Erindi frá Grenivíkurskóla.
Efni: kaup á iPad. Sveitarstjórn samþykkir að skólinn kaupi eitt stykki af iPad spjaldtölvu til notkunar við kennslu barns með sérþarfir. Ásta vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

7. Frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki (sparisjóði) 762. mál.
Samþykkt að gera ákveðnar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:30.