Sveitarstjórn

16.04.2012 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 241


Mánudaginn 16. apríl 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 7. mars 2012.
Fundargerðin samþykkt.

2. Fulltrúar frá Blek komu á fundinn.
Blek vann ímyndarkönnun fyrir Grýtubakkahrepp sl. haust. Rætt m.a. um birtingu ímyndarauglýsinga.

3. Íbúaþing.
Samþykkt að halda íbúaþing miðvikudaginn 25. apríl kl. 20:00.

4. Aðalfundur Sparisjóðs Höfðhverfinga 24. apríl 2012.
Samþykkt að Fjóla Stefánsdóttir fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

5. Bréf frá Þórunni Lúthersdóttur.
Er hún að fara fram á endurskoðun á húsaleigu að Miðgörðum 14. Leiguíbúðir sveitarfélagsins hafa verið reknar með tapi undanfarin ár og því sér sveitarstjórn sér ekki fært að lækka leigu.

6. Bréf frá Íþróttafélaginu Magna dags. 28. mars 2012.
Er Magni í fyrsta lagi að sækja um aukin fjárframlög. Í öðru lagi er verið að sækja um hækkun á slátturstyrk og í þriðja lagi að útvega starfsmann til að vera í íþróttamiðstöð á meðan leikir eru hjá Magna. Sveitarstjórn bendir á að styrkir til félaga eru ákveðnir við vinnslu fjárhagsáætlunar ár hvert en sú vinna fer fram í nóvember. Af þessum sökum er ekki unnt að endurskoða styrki fyrir árið 2012. Samþykkt að fela sveitarstjóra að leita leiða til að hafa starfsmann í íþróttamiðstöð meðan leikir fara fram.

7. Ársreikingur Grýtubakkarhrepss 2011, seinni umræða.
Helstu niðurstöður eru þessar í þús. kr.

                                  Sveitarsjóður A hluti           Samstæða
Rekstrartekjur alls        249.106                             310.238
Rekstrargjöld alla         243.289                             297.294
Fjármtek og fjárm.gj        6.316                               -7.064
Rekstrarniðurstaða   12.133                                5.880

Ársreikningur fyrir árið 2011 samþykktur og undirritaður.

8. Aðalfundur Tækifæris 16. apríl 2012.
Aðalfundurinn var fyrr í dag og sat sveitarstjóri fundinn.

9. Bréf frá Ástu Flosadóttur, dags. 2. apríl 2012.
Bréfið fjallar um gæsluhlutverk á unglingastigi í Grenivíkurskóla. Ákveðið að styrkja ferðasjóð nemenda um kr. 45.000,- vegna Danmerkurferðar nemenda. Einnig barst bréf vegna annars kostnaðar við ferðina. Annar kostnaður nemur kr. 137.200-. Sveitarstjórn samþykkir að greiða umræddan kostnað og færist hann af óráðstöfuðu samkvæmt fjárhagsáætlun.

10. Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjald.
Lögð fram skýrsla sem unnin var af KPMG um áhrif fyrirliggjandi kvótafrumvarpa á Grýtubakkahrepp. Sveitarstjórn lýsir þungum áhyggjum af áhrifum fyrirliggjandi frumvarpa á framtíð útgerðar og fiskvinnslu í sveitarfélaginu sem og á framtíð sveitarfélagsins sjálfs. Í skýrslunni kemur fram að líkleg aukning í gjaldtöku af útgerðarfyrirtækjum í sveitarfélaginu sé á bilinu 600-700 m.kr. en tekjur vegna leigupotta sem sveitarfélagið gæti fengið í sinn hlut gætu numið 1-7 m.kr. Þessi aukna gjaldtaka samsvarar 1,7-2 m.kr. á hvern íbúa sveitarfélagsins. Skýrsla KPMG er aðgengileg á heimasíðu Grýtubakkahrepps.

11. Viðbygging við leikskóla.
Lögð fram tillaga að viðbyggingu við leikskólann Krummafót. Samþykkt að undirbúa framkvæmdir á grundvelli tillögunnar.  Sveitarstjóra falið að setja fyrirhugaða byggingu í grenndarkynningu og undirbúa útboð.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundagerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:00.