Sveitarstjórn

02.04.2012 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 240

Mánudaginn 2. apríl 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00

Dagskrá:

1. Fundargerð Atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps frá 28. apríl 2012.
Fundargerðin samþykkt.

2. Fundagerðir þjónusturáðs vegna þjónustu fatlaðra frá 19. janúar og 22. mars 2012. 
Lögð fram.

3. Fundargerð samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar frá 16. janúar 2012.
Lögð fram.

4. Ársreikningar Grýtubakkahrepps 2011, fyrri umræða.
Jafnframt tekin fyrir skýrsla um endurskoðun ársreiknings, staðfestingarbréf stjórnenda og stjórnsýsluskoðun.  Fyrri umræðu lokið.

5. Bréf frá Önnu Báru Bergvinsdóttur og Bergvin Jóhannssyni dags. 15. mars 2012.
Eru þau að sækja um endurnýjun á samningi um akstur skólabarna í Grenivíkurskóla. Samþykkt að bjóða upp á að samningurinn verði framlengdur í óbreyttri mynd um tvö ár. Sveitarstjóra veitt heimild til að ganga frá samningi þess efnis.

6. Bréf frá Héraðssambandi Þingeyinga dags. 16. mars 2012. 
Er verið að leita eftir samþykki og samstarfi vegna Landsmóts  UMFÍ 50+  árið 2014. Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

7. Söfnun á brotajárni og hjólbörðum.
Lagt fram minnisblað frá Furu ehf. vegna söfnunar á brotajárni og hjólbörðum. Lagt fram.

8. Fráveitumál á Grenivík.
Lagður fram tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra varðandi fráveitumál á Grenivík. Samþykkt að láta taka sýni nálægt útrás við gömlu bryggju til að meta þörf á úrbótum.

9. Viðbygging við leikskólann Krummafót á Grenivík.
Farið yfir tillögur að viðbyggingu við leikskólann Krummafót.
 
10. Bréf frá Vinnumálastofnun dags. 28. mars 2012.
Efni: Átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur sumarið 2012. Samþykkt að sækja um fyrir 10 störf.

11. Mál í vinnslu hjá AFE.
Kynnt mál sem verið hafa í vinnslu hjá AFE.

12. Samþykkt afbrigði til að taka á dagskrá umsókn frá Jónasi Baldurssyni varðandi deiliskipulag vegna þriggja sumarhúsalóða í landi Grýtubakka I.
Sveitarstjórn samþykkir að veita heimild til að auglýsa deiliskipulagið.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:45.