Sveitarstjórn

19.03.2012 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 239


Mánudaginn 19. mars 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkarhepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Áhaldahús heimsótt og ný dráttarvél skoðuð.

2. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra
frá 1. mars 2012. Lögð fram.

3. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 31. janúar 2012.
Lögð fram.

4. Bréf frá UMFÍ dags. 1. mars 2012.
Er verið að boða ráðstefnuna „Ungt fólk og lýðræði“ 2012. Lagt fram.

5. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 27. febrúar 2012.
Er verið að auglýsa eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Lagt fram.

6. Bréf frá Ferðafélaginu Fjörðungi dags. 29. febrúar 2012.
Félagið er að sækja um niðurfellingu á fasteignagjöldum vegna fasteigna í Fjörðum og á Látraströnd. Samþykkt að veita félaginu styrk sem nemur fasteignagjöldum fyrir árið 2012.

7. Bréf frá Sýslumanninum á Akureyri dags. 7. mars 2012.
Efni: Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi vegna Ferðaþjónustunnar í Ártúni í Grýtubakkahreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

8. Bréf frá innanríkisráðuneytinu dags. 2. mars 2012.
Lögð fram skýrsla nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

9. Svæðisskipulag Eyjafjarðar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við lýsingu skipulagsins.

10. Tölvupóstur frá Kristínu Sigurðardóttir og Benedikt Sveinssyni, dags. 16. mars 2012.
Eru þau að óska eftir að reisa 25 fm gestahús norðan við íbúðarhúsið í Ártúni og breytingu á kálfafjósi í löggilt eldhús ásamt viðbyggingu með salernisaðstöðu o.fl. Sveitarstjórn samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki annarra ábúenda í Ártúni.

11. Bréf frá Guðjóni Þórsteinssyni dags. 16. mars 2012.
Er hann að óska eftir að fá keypt land, úr landi Hvamms í Grýtubakkahreppi. Sveitarstjórn hafnar erindinu enda stendur ekki til að selja umrætt land.

12. Bréf frá Félagsbúinu Bárðartjörn dags. 16. mars 2012.
Fer félagsbúið fram á endurskoðun á gjaldi fyrir rusl frá búinu. Sveitarstjórn bendir á að sveitarfélaginu er skylt að veita þjónustu varðandi sorphirðu fyrir sveitarfélagið í heild. Kostnaður samfélagsins og þar með sveitarfélagsins er verulegur og greiða íbúar og lögaðilar beint hluta þess kostnaðar. Þar sem ekki eru fyrir hendi forsendur til að innheimta sorphirðugjald eftir magni sorps getur sveitarstjórn ekki orðið við beiðninni. Að endingu vill sveitarstjórn árétta að förgun sorps þurfi að vera eftir gildandi lögum og reglum.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:45.