Sveitarstjórn

06.02.2012 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 237


Mánudaginn 6. febrúar 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Ímyndarvinna. Rætt um ímyndarvinnu, samþykkt að fá fulltrúa frá Blek á fund með sveitarstjórn.

2. Fundargerð markanefndar frá 26. janúar 2012. Lögð fram.

3. Fundargerð landbúnaðarnefndar frá 31. janúar 2012.  Fundargerðin samþykkt.

4. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 25. janúar 2012. Lögð fram.

5. Þjónustusamningur við Akureyrarbæ. Lögð fram drög að samningi um ráðgjafaþjónustu milli Akureyrarbæjar annars vegar og Grýtubakkahrepps hins vegar. Samningurinn samþykktur og er sveitarstjóra falið að undirrita hann.

6. Afskrifaðar kröfur 2011.  Samþykkt að afskrifa kröfur að upphæð kr. 46.188-.

7. Bréf frá Útgerðaminjasafninu á Grenivík frá 27. janúar 2012. Er verið að sækja um styrk til að reka safnið í sumar. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 50.000-.

8. Lýsing á frístundabyggð á Grýtubakka 1. Athugasemdir við lýsinguna hafa borist frá Veðurstofu Íslands og Skipulagsstofnun. Samþykkt að heimila að fyrirhuguð frístundabyggð fari í deiliskipulagsferli.

9. Fulltrúi í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar. Samþykkt að Elísabeth J. Zitterbart, Ytri-Bægisá II verði fulltrúi í sameiginlegri barnaverndarnefnd Eyjafjarðar. Ragnheiði Gunnbjörnsdóttur er  jafnfranmt veitt lausn úr nefndinni en  hún var fulltrúi í sameiginlegri barnaverndarnefnd Eyjafjarðar.

10. Aðalfundur Veiðifélags Fjarðará. Aðalfundur félagsins fyrir árin 2009, 2010 og 2011 verður haldinn í Gamla skólanum á Grenivík 13. febrúar nk. Samþykkt að oddviti fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

11. Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi. Fundurinn verður haldinn í Reykjavík 16. febrúar nk. Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

12. Bréf frá umhverfisráðuneytinu, dags. 2. febrúar 2012. Bréfið er svar við bréfi frá Grýtubakkahreppi frá 27. nóvember 2011 varðandi byggingarreit fyrir bílageymslu að Nolli í Grýtubakkahreppi. Í bréfinu kemur fram að undanþága vegna byggingar bílageymslu í 21 m. fjarlægð frá þjóðvegi sé veitt, enda verði vegriði komið upp.

13. Starfslýsing í leikskóla. Lögð fram starfslýsing fyrir matráð í leikskóla. Starfslýsingin samþykkt.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:15.