Sveitarstjórn

23.01.2012 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 236

Mánudaginn 23. janúar 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Ferðaþjónusta. 
Marinó Sveinsson frá Sportferðum og Haraldur Sigurðsson frá Naturalis komu á fundinn og kynntu hugmyndir tengdar ferðamennsku á Gjögraskaga.

2. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 16. desember 2011.
Lögð fram.

3. Úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 skv. 6. lið í fundargerð sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps frá 9. janúar 2012.
Samþykkt að fella niður d lið í 6. lið í fundargerð frá 9. janúar sl. Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

4. Bréf frá Hólmfríði Hermannsdóttur leikskólastjóra dags. 19. janúar 2012.
Er hún að fara fram á 4 klst.  aukningu á dag á stöðugildum í leikskólanum  a.m.k. til vors þar sem börnum hefur fjölgað.  Sveitarstjórn samþykkir erindið og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

5. Snjómokstursreglur í Grýtubakkahreppi.
Farið yfir snjómokstursreglur í Grýtubakkahreppi. Samþykkt að breyta reglunum lítillega.

6. Sjóvarnir á Grenivík.
Sveitarstjóra falið að kanna hvort bæta þurfi sjóvarnir við Grenivík.

7. Undirskriftarlisti frá sauðfjárbændum.
Lagður fram undirskriftarlisti nokkurra sauðfjárbænda í Grýtubakkahreppi þar sem þeir fara fram á að Grýtubakkahreppur verði í markaskrá með Þingeyingum en áður hefur verið ákveðið að Grýtubakkahreppur verði í markaskrá með Eyfirðingum. Samþykkt að senda landbúnaðarnefnd erindið og mun sveitarstjórn ekki breyta afstöðu sinni, sbr. 13. tl. fundargerðar frá 9. janúar, nema að landbúnaðarnefnd óski þess.

8. Bréf frá Landgræðslu ríkisins, dags. 19.01.2012.
Er verið að biðja um styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 70.000-.

9. Bréf frá skólahreysti, dags. janúar 2012.
Er verið að leita eftir fjárframlagi til að standa straum að Skólahreysti 2012. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 20.000-.

10. Þriggja ára áætlun Grýtubakkahrepps 2013-2015.
A hluti sveitarsjóðs:
Í þús. kr.             2013         2014        2015
Rekstrartekjur      254.628     262.267     270.135
Rekstrargjöld       258.936     266.346     274.199
Fjármagnsliðir         6.331         6.527        6.683
Rekstrarniðurstaða   2.024        2.449         2.620
Fjárfestingar          10.500       17.000      13.000

Samstæða:
Í þús. kr.              2013         2014         2015
Rekstrartekjur      322.788      332.471     342.445
Rekstrargjöld       317.408      326.474     336.031
Fjármagnsliðir        -4.079        -3.672       -3.266
Rekstrarniðurstaða   1.301         2.325        3.148
Fjárfestingar          15.500       17.000       18.000

Síðari umræðu lokið, þriggja ára áætlun samþykkt.

11. Ímyndarvinna.
Frestað til næsta fundar.

12. Endurnýjun starfsleyfis fyrir Víkurlax ehf.
Samþykkt að leita afbrigða til að taka á dagskrá erindi frá Fiskistofu þar sem óskað er eftir umsögn Grýtubakkahrepps vegna umsóknar um framlengingu á starfsleyfi fyrir Víkurlax ehf. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að starfsleyfið verði framlengt.
 
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:20.