Sveitarstjórn

05.12.2011 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 233


Mánudaginn 5. desember 2011 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Ásta mætti til fundar þegar 5. dagskrárliður var ræddur og Fjóla mætti til fundar þegar 7. dagskrárliður var ræddur. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð félags- og jafnréttisnefndar Grýtubakkahrepps
frá 14. nóv 2011.

Að tillögu nefndarinnar veitir Grýtubakkahreppur fjárhagsaðstoð að
upphæð kr. 99.791-. Fundargerðin samþykkt.

2. Fundargerð bókasafnsnefndar Grýtubakkahrepps frá 24. nóv 2011.
Fundargerðin samþykkt.

3. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra
frá 9. nóv 2011.
Lögð fram.

4. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 7. okt. 2011.
Lögð fram.

5. Bréf frá Greiðri leið ehf. 
Með bréfinu er hluthöfum tilkynnt um forkaupsrétt í kr. 100.000,- hlut
í Greiðri leið ehf. Samþykkt að neyta ekki forkaupsréttar.

6. Endurnýjun á samningi við ráðgjafaþjónustu við Akureyrarbæ.
Drög að samningi rædd. Samþykkt að leita eftir því að samningurinn
nái einnig til heimaþjónustu.

7. Bréf frá Minjasafninu á Akureyri.
Er verið að óska eftir endurnýjun á þjónustusamningi. Sveitarstjóra
falið að endurnýja samninginn.

8. Ályktanir frá 47. Sambandsþingi Ungmennafélags Íslands.
Lagðar fram.

9. Bréf frá Neytendasamtökunum frá 24. nóv 2011.
Er verið að fara fram á styrk til starfseminnar. Erindinu hafnað.

10. Bréf frá Moltu frá 25. nóv 2011.
Er verið að óska eftir þátttöku í hlutafjáraukningu, en miðað við
eignarhlut Grýtubakkahrepps ætti hlutur Grýtubakkahrepps að vera
kr. 387.922-. Sveitarstjórn samþykkir að beina erindinu til Sæness ehf.
og felur sveitarstjóra að ræða við Moltu um hvort Sænes geti komið
með nýtt hlutafé í stað Grýtubakkahrepps.

11. Skoðanakönnun Bleks.
Samþykkt að óska eftir áliti atvinnu- og þróunarnefndar varðandi
niðurstöður könnunarinnar.

12. Bréf frá Sigurði Þengilssyni og Lóu Stefánsdóttur, áður tekið
fyrir 17. okt 2011.
 
Sveitarstjórn samþykkir að gera ekki breytingar á skilgreiningu byggðar
í Sunnuhlíð enda hafi núverandi lóðarhafar tryggt sér lóð í frístundabyggð.

13. Erindi frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi.
Verið er að óska eftir þátttöku í verkefni sem miðar að því að koma á reglulegu
millilandaflugi um Akureyrarflugvöll.  Sveitarstjórn samþykkir að styrkja
verkefnið um kr. 100.000- á ári til þriggja ára.

14.  Álagning fasteignaskatta í Grýtubakkahreppi 2012.

Álagningarhlutfall fasteignagjalda í Grýtubakkahreppi
árið 2012 er sem hér segir:

Fasteignaskattur A                                                                        0,40%  
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B                                                                       1,50%
Vatnsskattur                                                                                   0,30%
Lóðarleiga af fasteignamati lóða                                              1,00%
Holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar                        0,25%
Aukavatnsgjald stórnotenda (fyrirtækja), rúmmálsgjald     13,94 kr/m3


Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík og sveitaheimili  kr. 30.000.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur  kr. 11.500.-

Endurvinnslutunnur eru losaðar á fjögurra vikna fresti og almennt sorp aðra hvora viku.

Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
Flokkur 1     kr.   21.000.-
Flokkur 2     kr.   30.000.-
Flokkur 3     kr.   51.000.-
Flokkur 4     kr.   85.000.-
Flokkur 5     kr. 169.000.-

Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.

Gjaldtaka fyrir losun seyru:
Rotþrær minni en 3.000 l   kr.   5.500.-
Rotþrær 3.000 l og stærri   kr.   8.800.-

Gjalddagar:
7 gjalddagar frá 01.02.2012-01.08.2012 fyrir kr. 10.000.- og hærra
2 gjalddagar, 01.04.2012 og 01.06.2012 fyrir kr. 5.000-9.999.-
1 gjalddagi, 01.05.2012 fyrir lægra en kr. 5.000.-

15. Reglur um afslátt fasteignagjalda í Grýtubakkahreppi.
Lítillega breyttar reglur samþykktar.

16. Gjaldskrár Grýtubakkahrepps.
Breytt gjaldskrá fyrir Grýtubakkahrepp samþykkt.

17. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2012, seinni umræða.
Afgreiðslu frestað.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:40.