Sveitarstjórn

21.11.2011 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 232

Mánudaginn 21. nóvember 2011 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2012. Seinni umræða. 
Seinni umræðu frestað.

2. Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps
frá 16. nóvember 2011.
Fundargerðin samþykkt.

3. Skoðanakönnun Bleks.
Lagðar fram niðurstöður ímyndarkönnunar og tillögur að nálgun
fyrir frekara starf.

4. Bréf frá stjórn Snorrasjóðs dags. 7. nóvember 2011.
Bréfið fjallar um  stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2012.
Lagt fram.

5. Bréf frá Velferðarvaktinni dags. 14. nóvember 2011.
Í bréfinu er áskorun frá velferðarvaktinni um aðgæslu þegar
ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni. Lagt fram.

6. Bréf frá Stígamótum ódagsett.
Eru Stígamót að óska eftir fjárstuðningi fyrir árið 2012.
Erindinu hafnað þar sem sveitarfélagið hefur styrkt  Aflið,
systursamtök Stígamóta á Norðurlandi.

7. Bréf frá Birni Ingólfssyni dags. 6. nóvember 2011.
Björn er að fara fram á styrk til  bókaútgáfu en hann hefur verið að
rita sögu Grýtubakkahrepps. Samþykkt að vísa erindinu til
Sæness ehf.  Fjóla vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

8. Deiliskipulag á Nolli.
Lögð fram tillaga að byggingarreit fyrir bílskúr á Nolli í Grýtubakka-
hreppi. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og að sótt
verði um undanþágu frá grein 4.16.2 í skipulagsreglugerð til
umhverfisráðuneytisins.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:30.