Sveitarstjórn

07.11.2011 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 231

Mánudaginn 7. nóvember 2011 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.
Fundurinn hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 21. október 2011.
Er verið að fara fram á  tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd á svæði 2
sem er Norðausturland.  Samþykkt að vísa erindinu til Eyþings.

2. Bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu
dags. 26. október 2011.

Í bréfinu er verið að  auglýsinga eftir umsóknum um byggðakvóta
fiskveiðiársins 2011/2012. Sveitarstjóra falið að ganga frá umsókn.

3. Bréf frá Sigurði Þengilssyni og Lóu Maju Stefánsdóttur
dags. 30. október 2011.

Bréfið fjallar um lögheimili í Sunnuhlíð. Sveitarstjóra falið að afla
frekari upplýsinga.

4. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 25. október 2011.
Bréfið fjallar um landsskipulagsstefnu 2012-2024. Lagt fram.

5. Bréf frá Héraðssambandi Þingeyinga, dags 1. nóvember 2011.
Héraðssambandið er að bjóða upp á skilti með áróðri gegn tóbaki.
Skiltið kostar kr. 6.000,- án vsk. Sveitarstjórn lýsir sig fylgjandi að
koma upp skilti sem þessu og felur sveitarstjóra að ræða við
forsvarsmenn Magna varðandi viðhorf félagsins til þessa.

6. Samþykkt um sameiginlega byggingarnefnd og embætti
byggingarfulltrúa Eyjafjarðar.
Sveitarstjórn samþykkir samþykktina.

7. Ísland atvinnuhættir og menning.
Lagt fram.

8. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2012 – fyrri umræða.
Fyrri umræðu lokið.

9. Aðalfundur Vélsmiðjunnar Víkur ehf. verður
haldinn 15. nóvember 2011.
 
Leitað afbrigða til að koma þessum lið á dagskrá. 
Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps
á fundinum.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:00.