Sveitarstjórn

19.09.2011 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 228


Mánudaginn 19. september 2011 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Ásta Fönn Flosadóttir en í hennar stað sat Sigurbjörn Jakobsson fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fulltrúar frá Moltu, Eiður Guðmundsson og Guðmundur Sigvaldason,
komu á fundinn.
 
Farið var yfir uppbyggingu fyrirtækisins, stöðu þess og framtíðarhorfur.

2. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra
frá 7. september 2011.
Lögð fram.

3. Samningur um ráðgjafaþjónustu um leikskóla við Akureyrarbæ. 
Samningurinn samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann.

4. Bréf frá Ungmennafélagi Íslands dags. 30. ágúst 2011.
Bréfið fjallar um ráðstefnu fyrir ungt fólk sem haldin verður í
Hveragerði 22.- 24. sept. nk. Lagt fram.

5. Tölvupóstur frá Sigrúnu og Baldri Sæmundsbörnum
dags. 14.  september 2011.

Þau eru að sækja um að taka lóð úr landi Fagrabæjar, 0,8 ha að stærð samkvæmt meðfylgjandi teikningu.  Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
dags. 5. september 2011.

Er verið að vekja athygli á að sveitarstjórnir skulu hlutast til um stofnun
ungmennaráðs í sveitarfélögum. Lagt fram.

7. Leiga á hestahólfum. 
Lagður fram leigusamningur milli Grýtubakkahrepps annars vegar og
Ingólfs Björnssonar og Ingvars Þórs Ingvarssonar hins vegar.
Samningurinn samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann. 
Fjóla vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

8. Erindi frá Hreini Skúla Erhardssyni og Ericu Rivera,
áður tekið fyrir 5. sept. sl.
 
Erindið samþykkt.

9. Bréf frá Guðbergi Eyjólfssyni, dags. 15. og 16. sept. 2011.
a. Guðbergur fer þess á leit að leigja land í Ennunum í Hvammslandi.
Sveitarstjórn lýsir sig reiðubúna að skoða leigu á umræddu landi til
heyskapar en ekki til hrossabeitar.

b.
Einnig fer hann fram á heimild til að hluti af landi Hléskóga flytjist yfir
til Kolgerðis samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Búgarði,
ráðgjafaþjónustu. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

c.
Að lokum er hann að falast eftir landi til leigu fyrir væntanlega
eigendur Hléskóga neðan vegar í Hvammi. Sveitarstjórn telur sig
ekki geta tekið afstöðu til erindisins þar sem ekki liggur fyrir hver
væntanlegur leigutaki er eða til hvers hann hyggst nýta landið.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:10.