Sveitarstjórn

05.09.2011 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 227

Mánudaginn 5. september 2011 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 5. júlí 2011. 
Lagt fram.

2. Fulltrúi frá Gámaþjónustu Norðurlands kom á fundinn.
Rætt var um mögulega útfærslu á gámavelli.  Samþykkt að leita eftir því
við Sænes ehf. að félagið fjárfesti í gámavelli og leigi Grýtubakkahreppi.

3. Aðalfundur Sæness ehf. fyrir starfsárið 2010. 
Aðalfundurinn fór fram 30. ágúst sl. og fór Jón Helgi Pétursson með
umboð Grýtubakkahrepps á fundinum. Samþykki fyrir umboðinu var
fengið í gegnum tölvupóst.

4. Bréf frá Hólmfríði Hermannsdóttur leikskólastjóra
dags. 29. ágúst 2011.

Hólmfríður er að sækja um aukið stöðuhlutfall á leikskólanum þar
sem börnum hefur fjölgað.  Erindið samþykkt.  Fjármögun er vísað
til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

5. Tölvupóstur frá Andreu Keel og Kristjáni Stefánssyni
dags. 29. ágúst 2011.

Eru þau að sækja um að stofna lóð undir frístundarhús á Grýtubakka 2. 
Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðar fyrir sitt leyti en bendir
umsækjendum á að leita leyfis landeigenda Grýtubakka I til að fara
um óskipt land.

6. Tölvupóstur frá Guðna Hermannssyni dags. 23. ágúst 2011.
Er hann að sækja um að stofna lóð undir mannvirki í Dal í
Grýtubakkahreppi. Erindið samþykkt.

7. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir Sunnu
Brynhildi Sveinsdóttur og Gísla Guðlaug Sveinsson.
 
Erindið samþykkt.

8. Tölvupóstur frá Hreini Skúla Erhardssyni og Ericu Patriciu Rivera
dags. 5. ágúst 2011.

Þau eru að sækja um að bæta 0,5 m austan við núverandi lóðarmörk á
Lækjarvöllum 11 á Grenivík. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

9. Bréf frá UMFÍ dags. 27. júlí 2011. 
Verið er að óska eftir umsóknum um að halda 2. Landsmót UMFÍ 50+
árið 2012. Lagt fram.

10. Bréf frá stjórn Gásakaupstaðar ses. dags. 4. júlí 2011.
Er verið að fara fram á styrktarsamning við sjálfseignastofnunina sem
rekur Gásakaupstað. Erindinu hafnað.

11. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 30. júní 2011.
Er verið að hvetja til þátttaka ungmenna í VII. Umhverfisþingi
14. október 2011. Lagt fram.

12. Breyting á deiliskipulagi á Nolli.
Lögð fram ný breyting á deiliskipulagi á Nolli í Grýtubakkahreppi
dags. 01.09.2011. Fyrir liggur samþykki eiganda Lindarbrekku um
breytinguna. Sveitarstjórn samþykkir breytt skipulag og felur
sveitarstjóra að auglýsa skipulagið.

13. Tölvupóstur frá Þórsteini Jóhannessyni. dags. 2. sept. 2011.
Í erindinu óskar Þórsteinn eftir undanþágu frá fjallskilasamþykkt og
fá þar með leyfi til að sleppa fullorðnu fé í ógirt heimaland að loknum
fyrstu göngum. Þórarinn Ingi Pétursson, fjallskilastjóri og formaður
landbúnaðarnefndar kom á fundinn. Sveitarstjórn samþykkir að veita
undanþágu að því tilskyldu að viðkomandi greiði 40% álag á álagðar
göngur til fjallskilasjóðs. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að
undanþágan verði einungis veitt á þessu ári.

14. Kosning oddvita og varaoddvita. 
Leitað afbrigða til að taka kjör oddvita og varaoddvita á dagskrá.
Gerð tillaga um Jóhann sem oddvita og var tillagan samþykkt. 
Einnig var gerð tillaga um Jón Helga sem varaoddvita og var sú
tillaga samþykkt.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:50.