Sveitarstjórn

04.07.2011 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 226

Mánudaginn 4. júlí 2011 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hórst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 15. júní 2011.

Lögð fram.

2. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 31. maí 2011.
Lögð fram.

3. Tölulegar upplýsingar úr bókhaldi Grýtubakkahrepps janúar til júní 2011. 
Farið yfir rekstur málaflokka fyrstu 6 mánuði ársins.

4. Breytingar á deiliskipulagi á Nolli.
Lögð  fram deiliskipulagstillaga vegna gistihúsabyggðar og bílskúrs á Nolli í Grýtubakkahreppi. Í tillögunni felst breyting frá fyrra deiliskipulagi. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu skipulagi.

5. Samningur um Byggingarfulltrúaembætti Eyjafjarðar.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn.

6. Skólaskýrsla Grenivíkurskóla.
Lögð fram skýrsla þar sem skólaárið 2010-2011 er gert upp.  Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með greinargóða skýrslu.

7. Drög að samkomulagi við Blek - mörkun & miðlun varðandi kynningarátak á vegum sveitarfélagsins í samvinnu við Sænes ehf. 
Sveitarstjórn samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.

8. Leigusamningur um hestahólf.
Lagður fram samningur milli Friðbjörns Axel Péturssonar og Jóns Ásgeirs Péturssonar annars vegar og Grýtubakkahrepps hins vegar.
Lagður fram samningur milli Heimis Ásgeirssonar og Grýtubakkahrepps.
Lagður fram samningur milli Friðbjörns Axel Péturssaonar og Þórðar Ólafssonar annars vegar og Grýtubakkahrepps hins vegar.
Lagður fram samningur milli Líneyjar Soffíu Daðadóttir og Grýtubakkahrepps.
Lagður fram samningur milli Þórðar Ólafssonar og Grýtubakkahrepps.
Lagður fram samningur milli Guðna Sigþórssonar og Grýtubakkahrepps
Lagður fram samningur milli Jakobs Þórðarsonar, Hermanns G. Jónssonar, Þórðar Jakobssonar og Sigurbjörns Jakobssonar annars vegar og Grýtubakkahrepps hins vegar.
Lagður fram samningur milli Sigríðar Pálrúnar Stefánsdóttir og Grýtubakkahrepps.
Lagður fram samningur milli Hestamannafélagsins Þráins og Grýtubakkahrepps.
Samningarnir staðfestir af sveitarstjórn.

9. Lagning á dúk á stétt við sundlaug. 
Samþykkt að leggja dúk á stétt við sundlaug.  Kostnaður nemur kr. 764.469- og er fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagáætlunar.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:00.