Sveitarstjórn

06.06.2011 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 224

Mánudaginn 6. júní 2011 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Ásta Fönn Flosadóttir en í hennar stað sat Sigurbjörn Jakobsson  fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð Atvinnu- og þróunarnefndar frá 25. maí 2011. 
Samþykkt að ræða við GHV um mögulegan púttvöll á Grenivík. 
Fundargerðin samþykkt.

2. Fundargerð Fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 26. maí 2011 og
skóladagatal 2011-2012.
Einnig lögð fram skólastefna
Grýtubakkahrepps. 
Skólastefna og skóladagatal samþykkt.  Sveitarstjórn tekur ekki
afstöðu til hópaskiptingar næsta skólaár og beinir því til skólastjóra
að haga starfsemi í samræmi við fjárheimildir.
Fundargerðin samþykkt.

3. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra
frá 11. maí 2011.
  Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð T.E frá 5. maí sl. og starfsemi næsta skólaárs.
Fundargerðin lögð fram.  Samþykkt að heimila 30 kennslustundir
á viku á næsta skólaári og er skólastjóra falið að ráðstafa þeim á
nemendur.

5. Greiðsla á malbikunargjaldi 2011. 
Gatnagerðargjöldin greiðast þannig að 20% greiðast þegar
lagningu bundis slitlags er lokið. Eftirstöðvar greiðast með
skuldabréfi með jöfnum árlegum afborgunum á næstu 4 árum.
Vextir sem skuldabréfið mun bera skulu vera þeir sömu og
sveitarfélaginu býðst hjá viðskiptabanka þess. Samþykkt að veita
10% staðgreiðsluafslátt ef malbikunargjald verður staðgreitt að
lokinni lagningu slitlags.

6. Afsláttur af gatnagerðargjöldum.
Ákveðið að lækka gatnagerðargjöld við fullfrágengnar götur
árin 2011, 2012 og 2013. Gatnagerðargjaldið verður eins og
malbikunargjaldið hefur verið (B gjald).


7. Aðalskipulag Grýtubakkahrepps. 
Samþykkt að leita frekari upplýsingar vegna athugasemda sem
borist hafa.  Afgreiðslu frestað.

8. Drög að samstarfssamningi um rekstur Almannavarnar-
nefndar Eyjafjarðar.

Sveitarstjórn lýsir sig hlynnta samstarfi en felur sveitarstjóra að
leita skýringa varðandi einstaka liði í fyrirliggjandi samnings-
drögum.

9. Samkomulag um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á
aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms.
 
Lagt fram.

10. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 19. maí 2011.
Bréfið fjallar um eftirlit með leiksvæðum.  Lagt fram.

11. Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 19. maí 2011.
Í bréfinu er beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur
græða landið í Grýtubakkahreppi.  Samþykkt að veita styrk að
upphæð kr. 65.000-.

12. Afsláttur af sorpgjaldi. 
Samþykkt að veita ekki afslátt af sorpgjaldi vegna takmarkaðrar
búsetu.

13. Bréf frá Skólahreysti dagsett í maí 2011.
Er verið að sækja um styrk til verkefnisins. Samþykkt að veita
styrk að upphæð kr. 20.000-.

14. Bréf frá Sýslumanninum á Akureyri dags. 17. maí 2011.
Er verið að fara fram á umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi
vegna heimagistingar að Hléskógum í Grýtubakkahreppi. Sveitarstjórn
gerir ekki athugasemdir við að rekstrarleyfi verði veitt.
.
15. Aðalfundur Flokkunar 31. maí sl.
Sveitarstjóri fór með umboð sveitarfélagsins á fundinum en áður var
búið að veita samþykki í gegnum tölvupóst.

16. Aðalfundur Sparisjóðs Höfðhverfinga 31. maí sl.
Ásta Fönn Flosadóttir fór með umboð sveitarfélagsins á fundinum
en áður var búið að veita samþykki í gegnum tölvupóst.

17. Samkomulag milli Grýtubakkahrepps og Sæness ehf. varðandi
ímyndarvinnu.
Samkomulagið samþykkt.

18. Laun í vinnskóla sumarið 2011.
Samþykkt að laun verði eftirfarandi:

                                                                  dagvinna     yfirvinna
16 ára       1995              139.543         805,07         1.449,14
15 ára       1996                91.697         529,03            952,27
14 ára       1997                79.471         458,49            825,31

Greitt er 20% álag fyrir slátt m. orfi.

 Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
 Fundi slitið kl. 19:40.