Sveitarstjórn

02.05.2011 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 222

Mánudaginn 2. maí 2011 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Vettvangsferð á tjaldstæði. 
Rætt var um staðsetningu á aðstöðuhúsi sem er í byggingu.  Samþykkt
að staðsetja húsið við norðaustur horn efri hluta nýja tjaldstæðisins.

2. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 20. janúar
og 13. apríl 2011.
  Fundargerðirnar samþykktar.

3. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra
frá 13. apríl 2011.
Lögð fram.

4. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 4. maí 2011. 
Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

5. Bréf frá Ástu Flosadóttur skólastjóra Grenivíkurskóla
dags. 29. apríl 2011.
Er hún að fara fram á styrk vegna gæsluhlutverks nemenda á
unglingastigi í Grenivíkurskóla. Samþykkt að veita styrk að
upphæð kr. 42.000-.  Ásta vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

6. Deiliskipulag vegna Ægissíðu 14. 
Samþykkt að auglýsa deiliskipulag sem gerir ráð fyrir tveimur
sjálfstæðum húsum sem falla vel að götumynd Ægissíðu.

7. Bréf frá íbúum Höfðagötu dags. 29.04.2011.
Eru þeir að fara þess á leit að endurskoðaður verði frágangur vegna
fyrirhugaðra malbiksframkvæmda á Höfðagötu en aðeins á að
malbika fram hjá Höfðagötu 12 og verður því áfram rykmyndun á þeim
hluta götunnar sem ekki verður malbikaður.  Sveitarstjórn felur
sveitarstjóra að kanna möguleika á að leggja bráðabirgðaveg, sem
liggur milli Höfðagötu og Melgötu, með bundnu slitlagi.
Jóhann og Guðný viku af fundi meðan þessi liður var ræddur.

8. Bréf frá Sigríði Sverrisdóttur dags. 29.04.2011.
Er hún að óska eftir því að starfshlutfall hennar verði minnkað niður í
tæplega 50% vegna 95 ára reglu félaga í Lífeyrissjóði starfsmanna
ríkisins.  Sveitarstjórn samþykkir beiðni Sigríðar. 
Jóhann og Guðný viku af fundi meðan þessi liður var ræddur.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:40.