Sveitarstjórn

03.01.2011 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 216

Mánudaginn 3. janúar 2011 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 15. desember 2010.
Lögð fram.

2. Fundargerð Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar
frá 1. og  29. nóvember 2010.

Lagðar fram.

3. Reglur um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2010/2011.
Bréf hefur borist frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þar sem
tilkynnt er að úthlutaður byggðakvóti til Grenivíkur fiskveiðiárið 2010/2011
eru 182 þorskígildistonn.  Ákvörðun um reglur frestað. 
Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

4. Sorphirðugjöld í Grýtubakkahreppi 2011, seinni umræða. 
Sorphirðugjöld sem samþykkt voru við fyrri umræðu samþykkt óbreytt.

5. Endurskoðun á innkaupareglum Grýtubakkahrepps. 
Samþykkt að breyta viðmiðunarfjárhæðum í reglunum til samræmis við
breytingar á vísitölu neysluverðs. Jafnframt samþykkt að hér eftir skuli
viðmiðunarupphæðir uppfærðar um hver áramót til samræmis við
breytingar á fyrrgreindri vísitölu.

6. Útleiga á hestahólfum. 
Samþykkt að auglýsa eftir umsóknum um leiguhólf. 
Fjóla vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

7. Minnispunktar frá Sambandi ísl. sveitarfélaga frá 7. desember sl. 
Minnispunktarnir fjalla um möguleika til hagræðingar í rekstri skóla.
Lagt fram.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:05.