Sveitarstjórn

15.11.2010 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 212

Mánudaginn 15. nóvember 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir auk fyrsta varamanns Sigurbjörns Jakobssonar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fulltrúar frá Gámaþjónustu Norðurlands komu á fundinn. 
Kynntar voru lausnir sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða varðandi
sorphirðu í sveitarfélaginu.

2. Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps frá
27. október 2010.
  Fundargerðin samþykkt.

3. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 26. október 2010.
Lögð fram

4. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 2. nóvember 2010.
Í lið nr. 1 er Grýtubakkahreppur að sækja um  leyfi til að byggja færanlegt
þjónustuhús við tjaldstæði við Grenivík. Í lið nr. 2 er Eyþór Jósepsson að
sækja um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 17 í Sunnuhlíð.
Fundargerðin lögð fram og 1. og 2. tl. samþykktir.

5. Bréf frá HSÞ dags. 1. nóvember 2010.  *
Er HSÞ að óska eftir styrk til að reka skrifstofu sambandsins sem
staðsett er á Húsavík. Erindinu hafnað.

6. Bréf frá Stígamótum dags. 1. nóvember 2010.
Er verið að óska eftir kostnaðarþátttöku. Erindinu hafnað þar sem
Grýtubakkahreppur styrkir Aflið, systursamtök Stígamóta, á Norðurlandi.

7. Bréf frá stjórn Snorrasjóðs dags. 8. nóvember 2010.
Er verið að óska eftir stuðningi við Snorraverkefnið sumarið 2011.
Verkefnið felst í því að taka á móti ungmennum af íslenskum ættum
frá Vesturheimi.  Erindinu hafnað.

8. Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn.
Lagt fram bréf frá Eyþingi þar sem greint er frá námskeiðum fyrir
sveitarstjórnarmenn sem fram fara á Akureyri 26. og 27. nóvember nk.

9. Drög að samningi við Akureyrarbæ um málefni fatlaðra.
Samþykkt að óska eftir umsögn félagsmálanefndar.

10. Ákvörðun um útsvarsprósentu í Grýtubakkahreppi 2011.
Ákveðið að útsvarsprósenta í Grýtubakkahreppi fyrir árið 2011 verði
13,28% með fyrirvara um breytingu á lögum vegna yfirfærslu á
málefnum fatlaðra til sveitarfélaga. Ef yfirfærslan á sér stað verður
útsvarsprósentan 14,48% eða í hámarki. Komi til þess mun
tekjuskattsprósenta lækka samsvarandi.

11. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2011, fyrri umræða.
Fyrri umræðu verður fram haldið á næsta fundi.

12. Vettvangsferð í skóla og íþróttamiðstöð.

13. Samþykkt afbrigði til að taka fyrir fyrirliggjandi kjörskrá vegna
kosninga til stjórnlagaþings.
 
Samþykkt að fela sveitarstjóra að staðfesta fyrirliggjandi kjörskrá.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundli slitið kl. 21:30.