Sveitarstjórn

04.10.2010 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 209


Mánudaginn 4. október 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Birgir Guðmundsson, umdæmisstjóri, og Pálmi Þorsteinsson frá
Vegagerðinni á Akureyri komu á fundinn.
 
Rætt var m.a. um girðingu meðfram þjóðvegi, vegrið við
Fagrabæjarbraut, innkeyrslu að Grenivík, vegstæði norðan Ystu-Víkur,
áningarstað við Laufás, veg í Fjörðum, merkingar við
Víkurskarðsafleggjara og bundið slitlag í Fnjóskadal.

2. Fundargerð Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar frá
23. september 2010.
Lögð fram.

3. Varamenn frá Grýtubakkahreppi í samvinnunefnd um
Svæðisskipulag Eyjafjarðar.
 
Samþykkt að Fjóla V. Stefánsdóttir verði fyrsti varamaður og Ásta F.
Flosadóttir annar varamaður.

4. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra:
a. Fundargerð frá 15. september 2010. Lögð fram.
b. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða fjárhagsáætlun.
c. Fyrirtækjaskrá. Lögð fram.

5. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
dags. 24. september 2010.

Fjallar bréfið um tilmæli til sveitarstjórna vegna reglna um ráðningar
starfsmanna sveitarfélaga. Lagt fram.

6. Bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu
dags. 27. september 2010.

Í bréfinu er verið að gefa sveitarfélögum kost á að sækja um
Byggðakvóta fiskveiðiársins 2010/2011. Sveitarstjóra falið að sækja
um byggðakvóta fyrir hönd Grýtubakkahrepps.

7. Bréf frá Búgarði dags. 27. september 2010.
Er Búnaðarsambandið að tilnefna í gróðurverndarnefnd fyrir
Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhrepp og
Grýtubakkahrepp. Eftirtaldir eru tilnefndir af Búnaðarsambandinu:

Sigríður Bjarnadóttir Hólsgerði
Þórarinn Ingi Pétursson Grýtubakka I
Róbert Fanndal Jósavinsson Litla-Dunhaga

Til vara:
Valgerður Jónsdóttir Espihóli
Ólöf Harpa Jósefsdóttir Þrastarhóli
Stefán Tryggvason Þórisstöðum

Sveitarstjórn samþykkir tilnefningarnar fyrir sitt leyti.

8. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 10. september 2010.
Er verið að kynna gerð nýrrar skipulagsreglugerðar og kalla eftir
ábendingum. Lagt fram.

9. Bréf frá Íþróttafélaginu Magna dags. 30. september 2010.
Er Magni að biðja um að sveitarstjórn láti loka vegi ofan
æfingasvæðis Magna. Samþykkt að fela sveitarstjóra að undirbúa
breytingar á vegi að gámasvæði í samráði við verkstjóra og
Íþróttafélagið Magna.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:15.