Sveitarstjórn

06.09.2010 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 207

Mánudaginn 6. september 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar frá 7. júní 2010.
Lögð fram.

2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá
28. júní 2010.
Lögð fram.

3. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 6. júlí
og 17. ágúst 2010.

Í fundargerð frá 6. júlí, lið 1 er Kristinn Skúlason að sækja um leyfi fyrir
viðbyggingu við sumarhúsið Sunnuhvol við Grenivík. Í fundargerð frá
17. ágúst, lið 1 er Finnur Reyr Stefánsson að sækja um leyfi til að flytja
notað sumarhús og geymsluskúr og setja niður á lóð nr. 2 í Sunnuhlíð. 
Framantaldir liðir samþykktir en fundargerðirnar lagðar fram að
öðru leyti.

4. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 10. ágúst 2010.
Lögð fram.

5. Bréf frá Greiðri leið ehf. dags. 18. ágúst 2010. 
Er verið að fara fram á hlutafjárloforð í Greiðri leið ehf. um gerð
jarðgangna undir Vaðlaheiði. Sveitarstjórn samþykkir að auka ekki
við hlutafé sitt í Greiðri leið ehf.

6. Bréf frá Skólahreysti dags. í júlí 2010.
Er farið fram á styrk að upphæð kr. 50.000,- til verkefnisins
„Skólahreysti".  Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 25.000-.

7. Bréf frá Flokkun dags. 5. ágúst 2010.
Bréfið fjallar um  urðun á urðunarstaðnum Stekkjarvík en úrgangur frá
Eyjafjarðarsvæðinu verður urðaður þar frá og með næstu áramótum.
Lagt fram.

8. Bréf frá Úlfari Arasyni dags. 28. júní 2010. 
Er hann að fara fram á að fá að skila lóð nr. 15 í Sunnuhlíð. Erindinu
hafnað en samþykkt að gera úrbætur varðandi þau atriði sem tiltekin
eru í erindinu þegar framkvæmdir við húsbyggingu hefjast.

9. Erindi frá Thomas Seiz dags. 6. ágúst 2010.
Er hann að fara fram á að rífa húsið að Ægissíðu 14 og byggja tvö
ný í staðinn. Afgreiðslu frestað.

10. Undirbúningur vegna fundar með Vegagerðinni.
Rætt um mögulegar vegabætur í sveitarfélaginu sem falla undir
verksvið Vegagerðarinnar. Samþykkt að óska eftir fundi með
forsvarsmönnum Vegagerðarinnar á Norðurlandi.

11. Erindi frá Helgu Kristínu Hermannsdóttur ódagsett.
Er hún að sækja  um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir
Gísla Guðlaug Sveinsson. Sveitarstjórn samþykkir að greiða fyrir
námsvist samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra
sveitarfélaga.

12. Erindi frá lóðarhöfum á Sunnuhvoli, Sunnuhlíð 1 og Sunnuhlíð 2.
Eru lóðarhafarnir að sækja um að leggja frárennsli frá húsum sínum
í fráveitu Grenivíkur.  Sveitarstjórn samþykkir erindið þar sem
umsækjendur annast tenginu á eigin kostnað  og munu greiða
fráveitugjöld samkvæmt gjaldskrá Grýtubakkahrepps.

13. Erindi frá Þorsteini Þorsteinssyni dags. 25.07.2010.
Er hann að fara fram á að Grýtubakkahreppur leggi fram hlutafé
til að kaupa Birtu VE-8 en hann hyggst gera bátinn út sem
ferðamannabát frá Grenivík. Erindinu hafnað.  Jóhann vék af fundi
meðan þessi liður var ræddur.

14. Erindisbréf atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps. 
Erindisbréf samþykkt með smávægilegum breytingum.

15. Tækjakaup grunnskóla.
Samþykkt að kaupa kæliskáp í mötuneyti og tölvu á bókasafn.
Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

16. Samkomulag við Íþróttafélagið Magna. 
Samkomulagið tengist endurgerð íþróttavallar félagsins.
Samkomulagið samþykkt og sveitarstjóra falið að undirrita það.

17. Vigtarmál á Grenivík. 
Rætt um fyrirkomulag vigtarmála Hafnarsamlags Norðurlands á Grenivík. 
Samþykkt að óska eftir fundi með hafnarstjóra.

18. Vatnsmál. 
Samþykkt að kanna betur hvaða kostir eru varðandi möguleika á borun
eftir köldu vatni.

                                               
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:30.