Sveitarstjórn

14.06.2010 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 204

Mánudaginn 14. júní 2010 kom nýkjörin hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Kosning oddvita og varaoddvita.
Oddviti var kjörinn Jóhann Ingólfsson og Jón Helgi Pétursson varaoddviti.

2. Ráðning sveitarstjóra.
Jóhann vék af fundi meðan þessi liður var ræddur og tók Sigurbjörn Jakobsson sæti í hans stað. Samþykkt að ganga til viðræðna við Guðnýju Sverrisdóttur um áframhald á starfi hennar sem sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.  Varaoddvita falið að annast viðræður við Guðnýju og undirrita samning að fengnu samþykki annarra sveitarstjórnarmanna.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundagerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:30.