Sveitarstjórn

07.06.2010 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 203

Mánudaginn 7. júní 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Benedikt Sveinsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð landbúnaðarnefndar frá 2. júní 2010. 
Fundargerðin samþykkt.

2. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 3. júní 2010. 
Sveitarstjóra falið að vinna að útfærslu varðandi gangstétt framan við
leikskólalóð. Varðandi tónmenntakennslu í Krummafæti þá er
samþykkt heimild fyrir einni kennslustund á viku fram á næsta vor og
er fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Fundargerðin samþykkt.

3. Fundargerðir nefndar um nafngift á skagann milli Eyjafjarðar og
Skjálfanda, dags. 20. apríl og 25. maí sl.
 
Fundargerðirnar lagðar fram.

4. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá
17. maí 2010.
 
Fundargerðin lögð fram.

5. Tilnefning í stjórn Útgerðarminjasafnsins á Grenivík.
Samþykkt að tilnefna Björn Ingólfsson og Fjólu Stefánsdóttur til vara
fyrir hönd Grýtubakkahrepps í stjórnina og að tilnefna Margréti
Jóhannsdóttur sem sameiginlegan fulltrúa stofneigenda og til vara
Jón Helga Pétursson.

6. Bréf frá Svanfríði Jónasdóttur bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar
dags. 1. júní 2010.

Bréfið fjallar um fyrirhugaða stofnun félags um Fisktækniskóla
Eyjafjarðar á Dalvík.  Lagt fram.

7. Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. 16. júní 2010. 
Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps
á fundinum.

8. Erindi frá Útgerðarminjasafninu á Grenivík, áður tekið fyrir
1. mars sl.

Í erindinu er Útgerðarminjasafnið að fara fram á rekstrarstyrk
vegna starfsársins 2010. Samþykkt að veita rekstrarstyrk að
upphæð kr. 50.000-. Jafnframt er samþykkt að veita
Útgerðarminjasafninu lán vegna framkvæmda við bílastæði að
upphæð kr. 200.000-.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:40.

Fundargerð ritaði Jón Helgi Pétursson.