Sveitarstjórn

17.05.2010 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 202

Mánudaginn 17. maí kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar í skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 30. apríl 2010.
Lögð fram.

2. Bréf frá Sýslumanninum á Akureyri dags. 30. apríl 2010.
Er verið að fara fram á  umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi frá Benedikt
Sveinssyni Ártúni samkvæmt gistiflokki V.  Sveitarstjórn samþykkir veitingu
rekstrarleyfis fyrir sitt leyti.  Benedikt vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

3. Bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dags. 6. maí 2010.
Er verið að tilkynna að þetta árið verði ekki óskað eftir umsóknum í sjóðinn. 
Lagt fram.

4. Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 4. maí 2010.
Er verið að óska eftir styrk að upphæð kr. 50.000,- í verkefnið Bændur
græða landið. Samþykkt að veita umbeðinn styrk.

5. Aðalfundur Vélsmiðjunnar Víkur ehf. 20. maí 2010. 
Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

6. Aðalfundur Sparisjóðs Höfðhverfinga 25. maí 2010. 
Samþykkt að oddviti fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

7. Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands 19. maí 2010. 
Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

8. Erindi frá Íþróttafélaginu Magna. 
Íþróttafélagið er að leita eftir stuðningi við endurgerð íþróttavallar félagsins. 
Völlurinn er kominn vel til ára sinna og uppfyllir ekki lengur kröfur sem gerðar
eru til keppnisvalla. Mikil og góð virkni hefur verið í starfi Magna á undanförnum
árum og hefur barna- og unglingastarf félagsins verið með miklum ágætum. 
Sveitarstjórn telur mikilvægt að aðstaða félagsins sé fullnægjandi og samþykkir
að ábyrgjast fjármagn til verksins allt að 10 m.kr. samkvæmt nánara samkomulagi
við Íþróttafélagið Magna. Samþykktin er háð því að til verksins fáist einnig framlag
frá Mannvirkjasjóði KSÍ.

9. Bréf frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum dags. 7. maí 2010.
Er verið að fara fram á styrk vegna útgáfu bókar um örnefni. Erindinu hafnað.

10. Laun í vinnuskóla sumarið 2010.
Laun vinnuskóla sumarið 2010.

                                                                  dagvinna     yfirvinna
16 ára       1994              139.543         805,07         1.449,14
15 ára       1995                91.697         529,03            952,27
14 ára       1996                79.471         458,49            825,31

Greitt er 20% álag fyrir slátt m. orfi.

11. Farið yfir viðskiptakröfur Grýtubakkahrepps.

12. Málefni Grenivíkurskóla. 
Rætt um kennslufyrirkomulag næsta skólaárs.

13. Tölvupóstur frá Elínu Berglindi Skúladóttur og Anítu Lind Björnsdóttur,
dags. 14. maí 2010.

Eru þær að fara fram á að halda listanámskeið í Gamla skólanum í júní og
fjárstyrk fyrir hluta af efniskostnaði ca. kr. 20.000,- til kr. 25.000,-. 
Sveitarstjórn fagnar framtakinu og samþykkir að veita 20 þ.kr. styrk auk þess
sem námskeiðið fær afnot af Gamla skóla endurgjaldslaust í samráði við
sveitarstjóra.

14. Kynning á nýrri fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð. 
Lagt fram til kynningar.

15. Kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar 2010. 
Leitað var afbrigða til að taka þennan lið á dagskrá. 
Sveitarstjórn samþykkir að leggja fram fyrirliggjandi kjörskrá.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:40.

Fundargerð ritaði Jón Helgi Pétursson.