Sveitarstjórn

26.04.2010 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 200

Mánudaginn 26. apríl 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Vatnsveita Grenivíkur.
Guðni Sigþórsson verkstjóri kom á fundinn og fór yfir þá kosti sem
eru í stöðunni varðandi vatnsveitumál á Grenivík en borið hefur á
vatnsskorti eftir að frystihúsið tengdist vatnsveitu Grenivíkur.
Samþykkt að kanna nánar möguleika á að bora eftir köldu vatni.

2. Fundargerð hluthafafundar Flokkunar Eyjafjörður ehf. frá
25. mars 2010.
Lögð fram.

3. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá
7. apríl 2010.
Lögð fram.

4. Fundargerðir kjörstjórnar Grýtubakkahrepps frá 1. mars og
6. mars 2010.
  Fundargerðirnar samþykktar.

5. Bréf frá Eyþingi dags. 14. apríl 2010.
Í bréfinu er verið fara fram á tilnefningu fulltrúa í verkefnisstjórn um
sameiningarkosti sveitarfélaga. Samþykkt að skipa sveitarstjóra
sem fulltrúa sveitarfélagsins og oddvita sveitarstjórnar til vara.

6. Minnisblað frá Guðjóni Bragasyni, Sambandi íslenskra
sveitarfélaga, dags. 20. apríl 2010.

Blaðið fjallar um verklag við staðfestingu ákvarðana skipulagsnefnda. 
Lagt fram.

7. Tölvupóstur frá Hermanni Jóni Tómassyni, bæjarstjóra
Akureyrarbæjar, dags. 19. apríl 2010.

Pósturinn fjallar um að tryggja áframhaldandi starfsemi SÁÁ á Akureyri. 
Afgreiðslu frestað.

8. Drög að verklagsreglum Grýtubakkarhepps.  Drögin samþykkt
með nokkrum breytingum.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:00.