Sveitarstjórn

12.04.2010 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 199

Mánudaginn 12. apríl 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Hreppsnefndarmennirnir Ásta F. Flosadóttir, Benedikt Sveinsson, Fjóla V. Stefánsdóttir og Jóhann Ingólfsson mættir.  Jón Helgi Pétursson forfallaðist en í hans stað sat Margrét Ösp Stefánsdóttir fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2009, seinni umræða.
    Helstu niðurstöðutölur eru þessar í þús. kr.:
                                 Sveitarstjóður A hl.     Samantekt A og B hl.
    Rekstrartekjur alls          232.201                     291.566
    Rekstrargjöld alls           227.660                     270.763
    Fjárm.tek.og fjárm.gj.         8.220                       (5.643)
    Rekstrarniðurst.               12.761                       15.160

    Seinni umræðu lokið.  Ársreikningur samþykktur.

2. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 4. mars 2010.
    Lögð fram.

3. Bréf frá samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar
   dags. 31. mars 2010 og fundargerð nefndarinnar frá
   22. mars 2010.
 
   Fundargerðin lögð fram.  Í bréfinu er verið að fara fram á afstöðu
   Grýtubakkahrepps varðandi það hvort eigi að fjalla um byggðaþróun og
   landnýtingu í Svæðisskipulagi Eyjafjarðar.
   Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps telur leið 1 vera vænlegasta kostinn í
   þessum efnum, þ.e. að stefna um byggðaþróun og nýting
   landbúnaðarlands eigi ekki heima í Svæðisskipulagi Eyjafjarðar þar
   sem hún á fyrst og fremst að vera á forræði og ábyrgð einstakra
   sveitarstjórna og koma fram í aðalskipulagi hvers sveitarfélags.

4. Drög að breytingum á stofnskrá Minjasafnsins á Akureyri. 
    Breytingar á stofnskrá snúa að breytingum vegna þess að
    Héraðsnefnd  Eyjafjarðar hefur verið lögð niður. 
    Sveitarstjórn samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti.

5. Tölvupóstur frá Hólmfríði Erlingsdóttur frá 9. apríl 2010. 
    Er Minjasafnið í Laufási og Útgerðarminjasafnið að fara fram á að
    Grýtubakkahreppur kosti rútu til Grenivíkur á safnadaginn 1. maí nk. 
    Samþykkt að styrkja söfnin um kr. 30.000 til að kosta rútuferð
    frá Akureyri.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. 
Fundi slitið kl. 18.10. 

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.