Sveitarstjórn

29.03.2010 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 198

Mánudaginn 29. mars 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar Grýtubakkahrepps 
    frá 15. mars 2010.

    Fundargerðinni fylgja drög að jafnréttisáætlun Grýtubakkahrepps. 
    Fundargerðin samþykkt.

2. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar Grýtubakkahrepps
    frá 4. mars 2010.
 
    Sveitarstjóra falið að setja saman verkefnalista byggðan á því sem
    fram kemur í fundargerðinni. Fundargerðin samþykkt.

3. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 16. mars 2010.
    Í lið 1 er PharmArctica að sækja um stöðuleyfi fyrir tvo 20 feta gáma
   við Lundsbraut 2 á Grenivík og í lið 2 er Grýtubakkarheppur að
   sækja um leyfi fyrir að breyta sal og rýmum á 1. hæð Grenivíkurskóla. 
   Fundargerðin lögð fram og framangreindir liðir samþykktir.

4. Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar
    frá 1. mars 2010.
 
    Fundargerðin lögð fram.

5. Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 2 mars 2010.
    Er verið að vekja athygli á degi umhverfisins 25. apríl 2010.
    Lagt fram.

6. Bréf frá UMFÍ dags. 4 mars 2010.
    Er verið að vekja athygli á almenningsíþróttum. Lagt fram.

7. Bréf frá Aflinu, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi,
    dags. 17. mars 2010.

    Er verið að fara fram á fjárstuðning. Samþykkt að veita styrk
    að upphæð kr. 10.000-.

8. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 16. mars 2010.
    Bréfið fjallar um greiðslu kostnaðar vegna aðalskipulagsgerðar. 
    Lagt fram.

9. Aðalfundur Norðurorku hf. 9. apríl 2010. 
    Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps
    á fundinum.

10. Aðalfundur Tækifæris hf. 30. mars 2010.
      Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps
      á fundinum.

11. Tölvupóstur frá Þórarni Lárussyni dags. 16. mars 2010.
       Pósturinn fjallar um heimafóður - átak til athafna.  Lagt fram.

12. Fjallskilasamþykkt Eyjafjarðar.
      Lögð fram drög að fjallskilasamþykkt Eyjafjarðar til kynningar.

13. Breytingar á neðri hæð Grenivíkurskóla.
      Ákveðið að verkið verði boðið út í lokuðu útboði þar sem aðilar með
      lögheimili innan sveitarfélagsins fái að gera tilboð. Benedikt og Fjóla
      véku af fundi meðan þessi liður var ræddur og tóku Jenný
      Jóakimsdóttir og Margrét Ösp Stefánsdóttir sæti í þeirra stað.

14. Minnisvarði um Látra-Björgu.
      Lögð fram tillaga að minnisvarða um Látra-Björgu. Benedikt og Fjóla
      tóku sæti að nýju en Jenný og Margrét véku af fundinum.

15. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2009, fyrri umræða.
      Fyrri umræðu lokið.

16. Minnisblað um vatnsmál í Grýtubakkahreppi.
      Lagðir fram minnispunktar frá Guðna Sigþórssyni, verkstjóra.
      Sveitarstjórn leggur áherslu á að sameina frístundabyggðarveitu og
      aðalveitu og að sett verði sía á lögn frá tanki.

17. Vigtargjöld. 
      Sveitarstjórn áréttar að Hafnarsamlagi Norðurlands beri að sjá um
      vigtun við Grenivíkurhöfn.

18. Samningur við Norðurá bs. 
      Lagður fram samningur um urðun sorps milli Norðurá bs. og Flokkun
      Eyjafjörður ehf. Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:00.

Jón Helgi Pétursson ritaði fundargerð.