Sveitarstjórn

01.03.2010 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 197

Mánudaginn 1. mars 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson en í hans stað sat Jenný Jóakimsdóttir fundinn.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra
    dags. 10. febrúar 2010.
    Fundargerðin lögð fram.

2. Málefni Pharmarctica.
    Sigurður Jóhannsson framkvæmdastjóri kom á fundinn ásamt
    Jakobi Þórðarsyni stjórnarmanni Pharmarctica.
    Farið yfir stöðu Pharmarctica og næstu skref rædd. 

3. Minnisvarði um Látra Björgu.
    Lagðar fram tillögur að minnisvarða um Látra-Björgu.
    Sveitarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

4. Bréf frá Útgerðarminjasafninu á Grenivík dags. 25. febrúar 2010.
    Er verið að fara fram á rekstrarstyrk fyrir Útgerðarminjasafnið 2010.
    Afgreiðslu frestað.

5. Breytingar á neðri hæð Grenivíkurskóla.
    Lagðar fram teikningar af hugsanlegum breytingum og kostnaðaráætlun.

6. Fjallskil.
    Lagður fram tölvupóstur frá Ólafi G. Vagnssyni dags. 23. febrúar sl.
    um mörk fjallskilasvæða og fjallskilastjórn.
    Ólafur leggur fram þá hugmynd að breyta vesturmörkum
    fjallskilasvæðisins, þannig að Eyjafjarðará marki útlínur svæðisins. 
    Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps gerir ekki athugasemd við fyrirkomulagið,
    hvort heldur sem væri. Einnig leggur sveitarstjórn áherslu á að yfirstjórn
    fjallskilanna verði á vegum Eyþings með faglegum stuðningi Búgarðs.

7. Bréf frá Akureyrarbæ dags. 17. febrúar 2010.
    Bréfið fjallar um boð um samstarf vegna væntanlegrar tilfærslu þjónustu
    við fatlaða til sveitarfélaga og kynningarfund.
    Sveitarstjórn samþykkir að leita eftir þjónustusamningi við Akureyrarbæ 
    í þessum málaflokki.

8. Bréf frá Ferðaþjónustu ráðgjöf dags. í febrúar 2010.
    Er verið að bjóða aðstoð við ferðamálauppbyggingu.
    Lagt fram.

9. Gásakaupstaður ses, aðalfundarboð.
    Er verið að boða aðalfund félagsins 15. mars nk. Lagt fram.

Oddviti leitaði afbrigða við fundarstjórn um að taka fyrir eftirfarandi mál.

10. Næstkomandi laugardag, 6. mars, verður þjóðaratkvæðagreiðsla. 
      Þar sem aðeins tveir af aðal- og varamönnum í kjörstjórn geta starfað
      þá eru eftirfarandi aðilar tilnefndir í varakjörstjórn: 
      Guðni Sigþórsson og Margrét Ösp Stefánsdóttir. 
 
 Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
 Fundi slitið kl. 19:30.

 Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.