Sveitarstjórn

18.01.2010 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 194

Mánudaginn 18. janúar 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepp saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:  

1. Drög að samningi um móttöku og jarðgerð lífræns heimilisúrgangs. 
    Lögð fram ný drög að samningi um móttöku og jarðgerð lífræns
    heimilisúrganga við Moltu. Samningurinn samþykktur og er sveitarstjóra
    falið að undirrita hann.

2. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 5. janúar 2010.
    Er verið að tilkynna að á fjárlögum 2010 sé fjárheimild til
    endurgreiðslu vegna refaveiða. Áður hafði verið ákveðið
    að hætta endurgreiðslu.

3. Samstarfssamningur milli slökkviliðs Grýtubakkahrepps og 
    Björgunarsveitarinnar Ægis.
Lagður fram.

4. Þriggja ára áætlun Grýtubakkahrepps fyrri umræða. 
    Fyrri umræðu lokið.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:00.

Jón Helgi ritaði fundargerð.