Sveitarstjórn

22.12.2009 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 192

Þriðjudaginn 22. desember 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Gjaldskrá skólavistunar í Grenivíkurskóla.
    Ákveðið að frá og með 1. janúar nk. verði gjaldskrá fyrir skólavistun í
    Grenivíkurskóla eftirfarandi: Skráningargjald kr. 5.600,-,
                                            hver klst. kr. 280,- og 
                                            hressing kr. 100,-.
    Systkinaafsláttur verður eins og verið hefur.

2. Innheimtumál.
    Lögð fram drög að samningi um innheimtuþjónustu milli 
    Grýtubakkarhepps og Intrum á Íslandi. Samþykkt að gera samning sem 
    nær til lögfræðiinnheimtu og kröfuvaktar.

3. Erindi frá Flokkun Eyjafirði ehf. dags. 2. desember 2009,
    áður tekið fyrir 7. desember sl.

    Erindið fjallar um fjármögnun Moltu ehf. á Þveráreyrum.  Sveitarstjórn gerir
    ekki athugasemdir við að Flokkun ehf. veiti Moltu ehf. ábyrgð vegna
    160 m.kr. lántöku. Sveitarstjórn samþykkir að kaupa hlutafé í Moltu ehf. 
    að upphæð kr. 535.500- og að gera samning við Moltu ehf. um skil á
    úrgangi til endurvinnslu að því gefnu að aðrir hluthafar geri slíkt hið sama.

4. Samkomulag við Sævar Helgason dags. 26. nóvember 2009.  
    Lagt fram samkomulag milli Grýtubakkahrepps og Sævars Helgasonar
    vegna vatnsflaums á lóð hans að Sunnuhlíð 14 við Grenivík. Samkomulagið
    samþykkt. 
    Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

5. Bréf frá kærunefnd húsaleigumála dags. 9. desember 2009. 
    Lagt fram.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við lögfræðing
    sveitarfélagsins.

6. Samningur um urðun úrgangs. 
    Lögð fram drög að samningi milli Norðurá bs. og Flokkunar Eyjafirði um
    urðun úrgangs. Sveitarstjórn fellst á samninginn fyrir sitt leyti.

7. Skýli í Fjörðum og á Látraströnd. 
    Sveitarstjóra falið að ganga frá gjafabréfi til Ferðafélagsins Fjörðungs vegna
    skýlanna á Látrum, Keflavík og Þönglabakka.

8. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2010, seinni umræða.
    Helstu niðurstöðutölur eru eftirfarandi í þús. kr.
                                      A hluti       Samstæða
    Tekjur                         207.981      266.343
    Gjöld                          215.641      268.001
    Fjármagnsliðir                 7.741        -5.885
    Rekstrarniðurstaða               81        -7.544
    Fjárfestingar                  16.935

    Seinni umræðu lokið, fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 samþykkt.

9. Á síðasta fundi láðist að færa til bókar að fulltrúar Golfklúbbsins Hvamms 
   komu á fundinn og skýrðu frá fyrirséðum erfiðleikum í rekstri golfvallar og
   lögðu fram áætlanir þar um. Erindi golfklúbbsins var tekið fyrir undir
   umræðum um fjárhagsáætlun.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:00.