Sveitarstjórn

07.12.2009 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 191

Mánudaginn 7. desember 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl.17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð bókasafnsnefndar Grýtubakkahrepps frá 
   25. nóvember 2009.
 
   Fundargerðin samþykkt.

2. Fundargerð framkvæmdastjórnar byggingafulltrúa-
    embættis Eyjafjarðarsvæðis frá 26. nóvember 2009.
   
Lögð fram.

3. Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag
    Eyjafjarðar frá 23. nóvember 2009.

    Lögð fram.

4. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis
    eystra frá 4. nóvember 2009.

    Lögð fram.

5. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar frá 28. október 2009.
    Lögð fram.

6. Ákvörðun um útsvarsprósentu í Grýtubakkahreppi 2010. 
    Samþykkt að útsvarsprósenta árið 2010 verði 13,28%, eða
    óbreytt frá fyrra ári.

7. Ákvörðun um álagningu fasteignagjalda í
    Grýtubakkahreppi 2010.
    Álagningarhlutfall fasteignagjalda í Grýtubakkahreppi
    árið 2010 er sem hér segir:

    Fasteignaskattur A                                      0,40%  
     (örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
    Fasteignaskattur B                                      1,50%
    Vatnsskattur                                               0,30%
    Lóðarleiga af fasteignamati lóða                    1,00%
    Holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar   0,25%

    Sorphirðugjald:
    Íbúðir á Grenivík                      kr. 20.000.-
    Sveitaheimili                           kr. 14.000.-
    Sumarbústaðir á Grenivík         kr. 14.000.-
    Sumarbústaðir utan Grenivíkur  kr.  8.000.-

    Sama gjald er fyrir þá sem nýta sér endurvinnslutunnur og
    gámastöðvar. Endurvinnslutunnur eru losaðar einu sinni í
    mánuði og almennt sorp aðra hvora viku.

    Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
    Flokkur 1     kr.   14.000.-
    Flokkur 2     kr.   20.000.-
    Flokkur 3     kr.   34.000.-
    Flokkur 4     kr.   57.000.-
    Flokkur 5     kr. 112.000.-

    Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis
    og magni sorps.

    Gjaldtaka fyrir losun seyru:
    Rotþrær minni en 3.000 l    kr. 5.500.-
    Rotþrær 3.000 l og stærri   kr. 8.800.-

    Gjalddagar:
    7 gjalddagar frá 01.02.2010-01.08.2010 fyrir kr. 10.000.- og hærra
    2 gjalddagar, 01.04.2010 og 01.06.2010 fyrir kr. 5.000-9.999.-
    1 gjalddagi, 01.05.2010 fyrir lægra en kr. 5.000.-

8. Gjaldskrá skólafæðis í Grenivíkurskóla 2010. 
    Ákveðið að mánaðargjald í mötuneyti Grenivíkurskóla verði
    kr. 4.000- frá 1. janúar 2010.

9. Gjaldskrá leikskólans Krummafótar 2010. 
    Samþykkt að hækka dvalargjöld barna um 8% og fæðisgjöld
    um 10% frá 1. janúar 2010.

10. Nafn á skagann milli Eyjafjarðar og Skjálfanda.
     
Lögð fram ýmis gögn varðandi nafn á skagann milli Eyjafjarðar
      og Skjálfanda en Hjörleifur Guttormsson hefur unnið að því að 
      hann kallist Flateyjarskagi.  Samþykkt að fara fram á við 
      örnefnanefnd að nafnið Flateyjarskagi verði ekki staðfest fyrr en
      fyrir liggur afstaða sameiginlegrar nefndar Grýtubakkahrepps og
      Þingeyjarsveitar um nafngift skagans.

11. Innheimtumál.  
     Sveitarstjóra falið að gera tillögu að vöktun á uppboðsauglýsingum
     varðandi fasteignir innan sveitarfélagsins.

12. Afskrifaðar kröfur.  
     Samþykkt að afskrifa kröfur upp á kr. 522.812-.

13. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga 
     dags. 30. nóvember 2009.
 
     Bréfið fjallar um tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.
     Einnig tekin fyrir skýrsla frá verkefnastjórn um verkaskiptingu ríkis og
     sveitarfélaga á sviði velferðarmála. Lagt fram.

14. Bréf frá Eyþingi dags. 25. nóvember 2009.
     
Bréfið fjallar um heildarendurskoðun á fjallskilasamþykktum í Eyjafirði
      og Þingeyjarsýslum. Samþykkt að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar.

15. Bréf frá Vottunarstofunni Túni ehf. dags. 19. nóvember 2009.
      Er verið að bjóða hlutafé í félaginu til sölu. 
      Samþykkt að afþakka boðið.

16. Bréf frá Stígamótum ódagsett.
      Bréfið fjallar um fjárbeiðni fyrir árið 2010. Erindinu hafnað.

17. Bréf frá UMFÍ dags. 10. nóvember 2009.
      Í bréfinu eru ályktanir frá 46. sambandsþingi UMFÍ. Lagt fram.

18. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 5. nóvember 2009.
      Er verið að vekja athygli á því að á fjárlögum 2010 er ekki gert ráð fyrir 
      fjármunum til endurgreiðslu vegna refaveiði. Sveitarstjórn gerir alvarlegar
      athugasemdir við þessa ráðstöfun og telur hana bera vott um skammsýni
      sem skaða mun lífríki landsins til lengri tíma litið.

19. Bréf frá Hlíðasvifi dags. 10. nóvember 2009.
      Er verið að sækja um styrk til starfseminnar. Erindinu hafnað.

20. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2010, seinni umræða. 
     Seinni umræðu frestað.

21. Leiga á íbúðum Grýtubakkahrepps.
     Ákveðið að frá og með næstu áramótum verði málningarsjóður á
     leiguíbúðum Grýtubakkahrepps felldur inn í leigu íbúðanna og 
     kemur leigan til með að hækka sem málningarsjóðnum nemur.
     Þrátt fyrir það þurfa leigjendur ekki að mála við leigulok.

22. Erindi frá Flokkun dags. 2. desember 2009.
      Bréfið fjallar um fjármögnun jarðgerðarstöðvar Moltu ehf. á Þveráreyrum.
      Afgreiðslu frestað.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:30.

Fundargerð ritaði Jón Helgi Pétursson.