Sveitarstjórn

16.11.2009 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 190

Mánudaginn 16. nóvember 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman
til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir
ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl.17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2010, fyrri umræða.
    Forstöðumenn stofnana Grýtubakkahrepps komu á fundinn og fóru yfir
    drög að fjárhagsáætlun fyrir sína stofnun.  Fyrri umræðu lokið.

2. Fundargerðir TE frá 29. september, 3. nóvember og oddvitafundar
    5. nóvember sl. Ársreikningur TE einnig lagður fram.
 
    Sveitarstjórn samþykkir fundargerðirnar.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:40.