Sveitarstjórn

19.10.2009 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 188

Mánudaginn 19. október 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.
Fundurinn hófst kl 17:00.

Dagskrá:

1. Fundargerð félagsmálanefndar Grýtubakkahrepps frá
    9. september 2009. 
 
    Fundargerðin samþykkt.

2. Skólaþing sveitarfélaga 2. nóvember 2009.
     Lagt fram.

3. Ályktun Barnaheilla til ríkisstjórnar og sveitarfélaga.
    Lögð fram.

4. Ályktanir aðalfundar Eyþings 2009.
    Lagðar fram.

5. Úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ 2009. 
    Grýtubakkahreppur fékk kr. 300.000,- úr sjóðnum til að gera 
    minnisvarða um skáldkonuna Látra-Björgu.
    Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

6. Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 2. október 2009.
    Bréfið fjallar um að allur almennur notendahugbúnaður í
    íslensku skólakerfi, frá leikskólum til háskóla, verði á íslensku
    innan þriggja ára. Lagt fram.

7. Bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu
    dags. 8. október 2009.
 
    Er verið að biðja um athugasemdir vegna mögulegrar endurskoðunar
    jarða- og ábúðarlaga. Afgreiðslu frestað.

8. Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum
    dags. 9. október 2009.
 
    Fjallar bréfið um úrsögn Grýtubakkahrepps úr Samtökum
    sveitarfélaga á köldum svæðum. Lagt fram.

9. Bréf dags. í október vegna búnaðarfélagshátíðar.
    Er verið að fara fram á að leiga verði felld niður í samkomuaðstöðu
    á hátíðinni. Samþykkt að veita hátíðinni styrk sem nemur leigunni.

10. Bréf frá Neytendasamtökunum dags. 13. október 2009.
       Er verið að biðja um styrkveitingu vegna ársins 2010. 
       Erindinu hafnað.

11. Bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu
      dags. 12. október 2009.

      Bréfið er auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta
      fiskveiðiársins 2009/2010. Samþykkt að fela sveitarstjóra að
      sækja um byggðakvóta.

12. Bréf frá Útgerðarminjasafninu á Grenivík dags. 15. október 2009.
       Er verið að biðja um viðræður við sveitarstjórn um lagfæringar
       og/eða yfirráð yfir svæði austan Hlíðarenda. Sveitarstjóra og oddvita
       falið að ræða við stjórn Útgerðarminjasafnsins.

13. Útboð á rjúpnaveiði í landi Hvamms.
      Eftirtalin tilboð bárust:
      Frá Gunnþóri Ingimar Svavarssyni                                  kr. 151.000,-
      Frá Fjörðungum ehf.                                                           kr. 101.000,-
      Frá Lofti Árnasyni og Jóni Þorsteinssyni                        kr. 112.500,-
      Frá Guðmundi Pálssyni og Þórði Sigmundssyni         kr. 110.000,-
      Frá Guðmundi Halldórssyni, Húsavík                             kr. 180.000,-
      Frá Sigurði Malmqist                                                          kr. 101.999,-
      Eitt tilboð barst eftir að tilboðsfrestur rann út. 
      Samþykkt að ganga til samninga við hæstbjóðanda á grundvelli 
      fyrirliggjandi tilboða.

14. Tölvupóstur frá Form dags 5. okt. 2009.
       Pósturinn fjallar um breytingu á deiliskipulagi í Sunnuhlíð.
       Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna drög að breytingum á
       deiliskipulaginu.

15. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009.  
       Afgreiðslu frestað.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:45.