Sveitarstjórn

28.09.2009 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 187

Mánudaginn 28. september 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.
     a. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra 
         frá 9. september 2009. Lögð fram.
     b. Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2010.
          Lögð fram.

2. Hafnasamlags Norðurlands.
     a. Fundargerð Hafnasamlags Norðurlands frá 14. sept. 2009. 
         Lögð fram.
     b. Endurskoðuð fjárhagsáætlun HN 2009. Lögð fram.

3. Ályktanir frá Kvenfélagasambandi Íslands.
Ályktanir sem samþykktar voru til sveitarfélaga á landsþingi
Kvenfélagasambands Íslands í Stykkishólmi í lok júní sl., er varða
forvarnir, tannskemmdir meðal barna og unglinga og umhverfismál.
Lagt fram.

4. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2009 haldin 1.-2. okt. nk.
Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags.
21. september með upplýsingum um fjármálaráðstefnu
sveitarfélaga 2009 sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica
1. og 2. október nk. ásamt dagskrá ráðstefnunnar.
Sveitarstjóri mun sækja ráðstefnuna ásamt oddvita.

5. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009 haldinn 
2. okt. nk.
Tekið fyrir bréf frá samgönguráðuneytinu dags. 15. september 2009
þar sem tilkynnt er um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem
haldinn verður á Hilton Hótel Nordica 2. október nk. í beinu framhaldi
af fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.
Sveitarstjóri og oddviti hyggjast sækja fundinn.

6. Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum haldinn
2. okt. nk.
Tekið fyrir fundarboð um ellefta ársfund Samtaka sveitarfélaga á
köldum svæðum sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica
2. október nk. Þar sem búið er að leggja hitaveitu í sveitarfélaginu
samþykkir sveitarstjórn að Grýtubakkahreppur segi sig úr
samtökunum.

7. Kynhegðun unglinga og viðbrögð samfélagsins –
málþing 2. okt. nk.
Tekinn fyrir tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags.
20. september vegna auglýsingar um málþingið Sjáðu sæta
naflann minn
, kynhegðun unglinga og viðbrögð samfélagsins,
sem haldið verður í Reykjavík 2. október nk. Auglýsingin hefur
verið send skólastjóra Grenivíkurskóla og skólahjúkrunarfræðingi.
Lagt fram.

8. Opinn fundur um aðalskipulag og vegamál á Norðurlandi
3. okt. nk.
Tekið fyrir fundarboð frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar um
opinn fund um aðalskipulag og vegamál á Norðurlandi sem
Leið ehf. og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar boða til í Húnaveri
í Langadal 3. október nk. Lagt fram.

9. Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 22. september 2009.
Í bréfinu er verið að boða til sjötta Umhverfisþings sem haldið
verður á Hilton Reykjavík Nordica dagana 9.-10. október nk.
Lagt fram.

10. Bréf frá Jafnréttisstofu dags. 16. október 2009.
Með bréfinu greinir Jafnréttisstofa frá útgáfu sinni að handbókinni 
Jöfnum leikinn sem fjallar um kynjasamþættingu. Í tengslum við
útgáfuna er boðið upp á námskeið um kynjasamþættingu þar sem
rætt er um stöðu jafnréttismála á Íslandi og farið yfir þær aðferðir
sem fjallað er um í bókinni. Lagt fram.

11. Tölvupóstur frá Norrænu upplýsingaskrifstofunni
dags. 23. sept. 2009.
Verið er að minna á að umsóknarfrestur í Norræna menningar-
sjóðinn rennur út 1. október nk. Lagt fram.

12. Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir nemanda
við Grenivíkurskóla.

Afgreiðslu frestað þar sem upplýsingar vantar.
 
13. Bréf frá Velferðarvaktinni dags. 16. sept. 2009.
Með bréfinu beinir Velferðarvaktin því til sveitarstjórna og skólanefnda
í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga að tryggt verði með
öllum tiltækum ráðum og fylgst verði með að börn í skólum á þeirra
vegum fái hádegisverð alla skóladaga.
Erindinu vísað til fræðslu- og æskulýðsnefndar.

14. Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
dags. 18. sept. 2009.
Verið er að tilkynna að sambandið og menntamálaráðuneytið hafa,
með tilstyrk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, ákveðið að ráðast í
samstarfsverkefni til að vinna að innleiðingu á ákvæðum nýrra laga
um leik- og grunnskóla, með sérstakri áherslu á mat og eftirlit með
gæðum skólastarfs. Verkefnisstjóri, sem mun leiða verkefnið,
hefur þegar tekið til starfa á skrifstofu sambandsins. Lagt fram.
 
15. Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
dags. 24. sept. 2009.
Verið er að hvetja framkvæmdastjóra og forsvarsmenn sveitarfélaga
til þess að heimsækja skóla í sveitarfélaginu í tilefni forvarnardagsins
2009 sem haldinn verður í fjórða sinn 30. september nk., og líta við
hjá 9. bekkingum við verkefnavinnu þeirra. Lagt fram.

16. Bréf frá Bandalagi íslenskra leikfélaga dags. 10. sept. 2009.
Verið er að leita að hentugu húsnæði hugsanlega í sveitarfélaginu
fyrir sumarstarf Leiklistarskóla Bandalagsins. Lagt fram.

17. Vatnsleki í Sunnuhlíð 14.
Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra dags. 28. sept. 2009.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram í málinu. 
Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

18. Snjóflóðavarnir í Hvammi.
Dagskrárliðnum frestað.

19. Málefni Flokkunar og Moltu.
Lagt fram minnisblað frá Flokkun varðandi mögulegt samstarf
milli Norðurár bs. og Flokkunar Eyjafjörður hf. Einnig lagt fram
minnisblað frá Flokkun um fjármögnunarþörf vegna byggingar
jarðgerðarstöðvar Moltu.

20. Bréf frá Arnari Sigfússyni hdl. dags. 17. sept. 2009.
Verið er að ítreka erindi varðandi húsaleigusamning að
Melgötu 4b á Grenivík, áður sent með bréfi dags. 8. júlí 2009.
Lagt fram.

Fleira ekki fyrir tekið, fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:00.

Jón Helgi ritaði fundargerð.