Sveitarstjórn

04.05.2009 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 181

Mánudaginn 4. maí 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Ásta Fönn Flosadóttir og sat Jenný Jóakimsdóttir í hennar stað.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Bréf frá Aflinu - Samtökum gegn heimilis- og kynferðisofbeldi á Norðurlandi, dags. 14. apríl 2009.
Er verið að fara fram á styrk vegna reksturs Aflsins 2009.  Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 10.000-.

2. Aðalfundur Sparisjóðs Höfðhverfinga 4. maí 2009. 
Samþykkt að oddviti fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

3. Hirðing á íþróttasvæði Magna.
Farið yfir tilhögun við hirðingu á svæðinu. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

4. Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands 13.maí 2009. 
Samþykkt að sveitarstjóri fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:15.