Sveitarstjórn

29.12.2008 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 172

Mánudaginn 29. desember 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps í Gamla skólanum. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson.  Ekki náðist að boða varamann.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl:17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Álagningarprósenta útsvars 2009. 
Á fundi sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps 1. desember sl. var ákveðið að álagningarprósenta útsvars  fyrir árið 2009 yrði 13,03%.  Á fundi sveitarstjórnar 15. desember 2008 var ákveðið að nýta ekki heimild í lögum til hækkunar útsvars að hámarki 13,28%. Vegna breyttra forsendna er sveitarstjórn nauðugur einn kostur að hækka álagningarprósentu útsvars í 13,28% þar sem  framlög úr  Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skerðast ef sveitarfélög nýta sér ekki hámarks álagningu.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 17:20.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.