Sveitarstjórn

06.10.2008 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 165

Mánudaginn 6. október 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson. Í hans stað sat Jenný Jóakimsdóttir fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Farið í skoðunarferð um grunnskóla og íþróttamiðstöð.
Sveitarstjórn gekk um grunnskóla og íþróttamiðstöð í fylgd skólastjóra og húsvarðar. 

2. Fundargerðir fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 2. júní og 25. sept. 2008.
Fundargerðirnar samþykktar.

3. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar frá 24. sept. 2008.
Lögð fram.

4. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá
10. september 2008 og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2009.
Fundargerðin lögð fram.  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fjárhagsáætlunina.

5. Aðalfundur Sæness ehf. 7. október 2008.
Sveitarstjórn felur Jóhanni Ingólfssyni að fara með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

6. Bréf frá framkvæmdastjóra Strætó bs. dags. 17. september 2008.
Bréfið fjallar um að öll sveitarfélög landsins geta nú keypt nemakort í strætó á höfuðborgarsvæðinu.  Sveitarstjórn afþakkar boðið.

7. Bréf frá Kirkjumiðstöðinni við Vestmannsvatn dags. í september 2008.
Er verið að biðja um styrk.  Sveitarstjórn hafnar beiðninni að svo stöddu.

8. Deiliskipulag fyrir frístundabyggð á Grýtubakka I og II.
Engar athugasemdir hafa borist frá íbúum en frestur til að gera athugasemdir rann út 2. okt. sl.  Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við skipulagið en enn vantar svar frá Skógrækt ríkisins.  Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið fyrir sitt leyti.

9. Drög að samþykkt um gatnagerðargjöld á Grenivík í Grýtubakkahreppi.
Fyrri umræðu lokið.

10. Bréf frá Alþjóðahúsi á Norðurlandi dags. 23. september 2008.
   Er verið að bjóða upp á þjónustusamning við Alþjóðahúsið.
   Sveitarstjóra falið að vinna með Alþjóðahúsinu að þjónustusamningi.
  
11. Svæðisskipulag Eyjafjarðar.
Farið yfir vinnuplagg samvinnunefndar Svæðisskipulags Eyjafjarðar.  Lagt fram.

12. Bréf frá Finnbjörgu Guðmundsdóttur og Benedikt Davíðssyni dags. 3. október 2008.
Bréfið fjallar um beiðni um skólavist fyrir Benedikt Eystein Birnuson.  Samþykkt að veita drengnum skólavist í Grenivíkurskóla.

13. Sameining sveitarfélaga.
Rætt um boðuð ný lög um sameiningu sveitarfélaga.  Ákveðið að taka málið upp síðar. 

Fundargerðin lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 20:15.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.