Sveitarstjórn

01.09.2008 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 162

Mánudaginn 1. september 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jóhann Ingólfsson en í hans stað sat Jenný Jóakimsdóttir fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 19. ágúst 2008.
Í lið 1 og 2 er Nollur ehf. að sækja um leyfi fyrir sumarhús nr. 1 og 2 á jörðinni Nolli. Fundargerðin lögð fram og framangreindir liðir samþykktir.

2. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 9. júlí 2008.
Lögð fram.

3. Gjaldskrá fyrir skólavistun.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi gjaldskrá fyrir skólavistun sem tekur gildi 1. ágúst 2008.

Skráningargjald er 4.580 kr.
Hver klukkustund kostar 220 krónur, fyrstu 20 klst.
Hver klukkustund kostar 185 krónur, eftir fyrstu 20 klst.
Síðdegishressing kostar 70 krónur á dag.

klst.        verð        klst        verð        klst        verð
12  
         2.640      19          4.180      26          5.510
13           2.860      20          4.400      27          5.595
14           3.080      21          4.585      28          5.880
15           3.300      22          4.770      29          6.065
16           3.520      23          4.955      30          6.250
17           3.740      24          5.140      31          6.435
18           3.960      25          5.325      32          6.620

Systkinaafsláttur

* Ef nemandi í skólavistun á yngra systkini í vistun eða á leikskóla fær hann 30% afslátt.
* Ef nemandi í skólavistun á tvö yngri systkini í vistun og/eða leikskóla fær hann 60% afslátt.
* Ef nemandi í skólavistun á þrjú yngri systkini í vistun og/eða leikskóla fær hann 100% afslátt.


4. Bréf frá Flokkun ehf. dags. 24. júlí 2008.
Bréfið fjallar um framtíðarlausnir varðandi meðhöndlun óendurvinnanlegs úrgangs og hugmyndir um staðsetningu urðunarstaðar. Til að fylgja bréfinu eftir mættu Eiður Guðmundsson, Hermann Tómasson og Ólöf Jósepsdóttir á fundinn. Rætt var um framtíðarfyrirkomulag sorpeyðingar, hvort heldur sem er með brennslu eða nýjum urðunarstað.  Einnig var rætt um vaxandi þátt endurvinnslu í sorpeyðingu. Forsvarsmenn Flokkunar eru um þessar mundir að funda með sveitarfélögum á svæðinu og má vænta niðurstöðu þeirra viðræðna undir lok septembermánaðar.

5. Verksamningur um akstur skólabarna við Grenivíkurskóla.
Samningurinn samþykktur af hálfu sveitarstjórnar.

6. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 14. júlí 2008.
Er verið að tilkynna um að eftir 1. nóv. nk. geti Skipulagsstofnun ekki veitt meðmæli samkvæmt 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Sækja þarf um undanþágu til umhverfisráðherra. Lagt fram.

7. Bréf frá Marsibil Kristjánsdóttur dags. 25. ágúst 2008.
Er Marsibil að sækja um launahækkun. Sveitarstjórn hafnar erindinu þar sem þegar er verið að greiða Marsibil laun samkvæmt gildandi kjarasamningi líkt og á við um aðra starfsmenn leikskólans Krummafótar.

8. Tölvupóstur frá Jóni Helga Péturssyni dags. 19. ágúst 2008.
Er hann að sækja um lóð nr. 10 við Sæland fyrir hönd Bríetar Þorsteinsdóttur og Gunnars Egils Þórissonar. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta umsækjendum lóðinni með fyrirvara um breytingar á skipulagi, verði um viðbyggingu við Sæland 12 að ræða. Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

9. Bréf frá Guðmundi Þórissyni dags. 4. júlí 2008.
Bréfið fjallar um beiðni um niðurgreiðslu á slætti lóðar að Melgötu 11 á Grenivík.  Samþykkt að veita umsækjanda 50% afslátt frá gjaldskrá.

10. Bréf frá Erlu Friðbjörnsdóttur dags. 8. júlí 2008.
Bréfið fjallar um beiðni um niðurgreiðslu á slætti lóðar að Túngötu 22 á Grenivík. Samþykkt að veita umsækjanda 50% afslátt frá gjaldskrá.

11. Bréf frá Einingu-Iðju og Kili dags. 7. júlí 2008.
Bréfið fjallar um eingreiðslu til starfsmanna. Lagt fram.

12. Tölvupóstur frá skólastjóra Grenivíkurskóla dags. 27. ágúst 2008.
Pósturinn fjallar um greiðslur fyrir fjarnám grunnskólanemenda við framhaldsskóla. Samþykkt að Grenivíkurskóli muni greiða fyrir fjarnám nú í vetur en að honum loknum verði tekin umræða um hvort grunnskóli skuli standa undir kostnaði tengdum kennslu á framhaldsskólastigi og hvaða stefnu önnur sveitarfélög hafa tekið í þessum efnum.

13. Hvammur-snjóflóðavarnir (kynning). 
Lagt fram.

14. Ráðning leikskólastjóra.
Ákveðið að ráða Hólmfríði Hermannsdóttur sem leikskólastjóra en áður var búið að hafa samband við sveitarstjórnarmenn og fulltrúa í fræðslu- og æskulýðsnefnd í gegnum síma.

15. Bygging leiguíbúða.
Rætt um fyrirkomulag byggingu leiguíbúða.

16. Helstu niðurstöðutölur úr bókhaldi Grýtubakkahrepps janúar til júlí 2008.
Ljóst er að verklegar framkvæmdir hafa farið fram úr áætlun. Einnig hafa launagreiðslur á nokkrum stöðum farið fram úr áætlun m.a. vegna kjarasamninga og veikindalauna.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20:30.