Sveitarstjórn

13.05.2008 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 157

Þriðjudaginn 13. maí 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru Þessar:

1. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 2. maí sl.
Lagt fram.

2. Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 7. maí 2008.
Er verið að fara fram á styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 36.000- (eða kr. 4.500- á hvern þátttakanda í verkefninu innan sveitarfélagsins).

3. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar - Stefna og framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar tímabilið 2006-2010.
Sveitarstjórn samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

4. Bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu dags. 2. maí 2008.
Fjallar bréfið um Dag barnsins sem haldinn verður 25. maí nk. Lagt fram.

5. Lán til sjóða Grýtubakkahrepps.
Samþykkt að aðalsjóður veiti Eignasjóði lán að upphæð kr. 79.167.423-, Þjónustumiðstöð kr. 38.692.542- og Veitustofnunum kr. 10.516.122-.

6. Tölvupóstur frá Berglindi Skúladóttur dags. 2. apríl 2008.
Berglind hyggst gera tilraun með listasmiðju fyrir börn og unglinga í júní nk. Óskar hún eftir að fá afnot af húsnæði Grýtubakkahrepps og styrk vegn efniskaupa. Sveitarstjórn samþykkir að veita verkefninu styrk að hámarki kr. 20.000- til efniskaupa og afnot af húsnæði sveitarfélagsins endurgjaldslaust.

7. Erindi frá Miðgarðahópnum.
Efni: Aðstaða í Grenivíkurskóla. Sveitarstjóra falið að ræða við Miðgarðahópinn um nánari útfærslu.

8. Samningur við skólabílstjóra.
Lagður fram undirskriftalisti foreldra barna í skólaakstri þar sem farið er fram á að skólaakstur verði boðinn út í vor en núgildandi samningur við skólabílstjóra rennur út í júní nk. Samþykkt að fela sveitarstjóra að undirbúa útboð skólaaksturs til fjögurra ára.

9. Samningur við Flokkun ehf. um úrgangsstjórnun.
Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.

10. Búfjársamþykkt fyrir Grýtubakkahrepp.
Eftir ítarlega skoðun er niðurstaðan sú að gildandi fjallskilasamþykkt sé næganleg og ekki þörf á setningu sérstakrar búfjársamþykktar að svo stöddu.

11. Veiði í Fjarðará.
Oddviti skýrði frá framvindu mála varðandi stofnun veiðifélags.

12. Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands 28. maí nk.
Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

13. Skýrsla um strætó milli Akureyrar og nágrannabyggða.
Skýrslan var unnin fyrir Eyþing af RHA á Akureyri. Rætt um skýrsluna. Samþykkt að sækja um sérleyfi á leiðinni milli Grenivíkur og Akureyrar.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:20.