Sveitarstjórn

28.04.2008 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 156

Mánudaginn 28. apríl 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2007.
Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs A hluta er kr. 16.907.000,- og samantekt A og B hluta kr. 12.617.000. Skoðunarmenn reikninga mættu á fundinn og gerðu grein fyrir sinni úttekt.  Ársreikningur Grýtubakkahrepps fyrir árið 2007 samþykktur.

2. Aðalskipulag Grýtubakkahrepps, Árni Ólafsson skipulagsráðgjafi Grýtubakkahrepps kom á fundinn ásamt Kristjáni Eldjárn Hjartarsyni. Fyrir fundinum lágu drög að verksamningi við Teiknistofu arkitekta - Gylfa Guðjónsson og félaga ehf. vegna aðalskipulagsgerðar. Samningsdrögin samþykkt af sveitarstjórn og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn. Rætt var um markmið aðalskipulags.

3. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 5. mars 2008. 
Fundargerðin samþykkt.

4. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar frá 16. apríl 2008. 
Lagt fram.

5. Fundargerð Tónlistarskóla Eyjafjarðar frá 5. mars 2008 og kostnaðaráætlun fyrir vorönn 2008. Lögð fram.  Hækkun kennslukostnaðar á vorönn í 5.021 þ.kr. samþykkt og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

6. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 28. mars 2008. 
Lagt fram.

7. Bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu dags. 16. apríl 2008.
Er verið að auglýsa eftir umsóknum um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2007/2008.  Samþykkt að sækja um úthlutun.

8. Aðalfundur Tækifæris hf. 2008, 6. maí nk. 
Samþykkt að fela sveitarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

9. Aðalfundur Flokkunar ehf. 30. apríl nk. 
Samþykkt að fela sveitarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

10. Ályktun Búnaðarsambands Eyjafjarðar frá aðalfundi BSE 16. apríl sl.
Er verið að skora á sveitarstjórnir í Eyjafirði að standa vörð um ræktanlegt land í héraðinu við gerð aðalskipulags.  Lagt fram.

11. Umsóknir um stöðu skólastjóra við Grenivíkurskóla.
Eftirtaldar umsóknir bárust: Frá Ástu Fönn Flosadóttur, Daníel Arasyni, Júlíu Guðjónsdóttur og einn óskaði nafnleyndar.  Einn umsækjandi til viðbótar dró umsókn sína til baka. Ásta Fönn Flosadóttir vék af fundi meðan þessi liður var ræddur og tók Jenný Jóakimsdóttir sæti hennar.

   
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21:30.