Sveitarstjórn

07.01.2008 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 150

Mánudaginn 7. janúar 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps í Gamla skólanum. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Magnús Ásgeirsson kom á fundinn og kynnti nýjan vaxtasamning fyrir Eyjafjörð.

2. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar dags. 12. desember 2007.
Lögð fram.

3. Fundargerðir byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 19. desember og jólafundi frá sama degi.
Á fyrrnefnda fundinum í lið 1 sækir Ferðafélagið Fjörðungur um leyfi til að byggja sæluhús fyrir ferða- og gangnamenn á Látrum á Látraströnd. Fundargerðin lögð fram og liður 1 samþykktur.

4. Bréf frá samgönguráðuneytinu dags. 28. desember 2007.
Er verið að kynna breytingu á Stjórnarráðinu. Lagt fram.

5. Bréf frá óbyggðanefnd dags. 2. janúar 2008.
Er verið að kynna afmörkun á svæði 7 hjá óbyggðanefnd og kröfulýsingarfrest fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins. Lagt fram.

6. Bréf frá Eyþingi dags. 12. desember 2007.
Bréfið fjallar um beiðni frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna tilnefninga í nefndir, ráð og stjórnir. Lagt fram.

7. Bréf frá samgönguráðuneytinu dags. 5. desember 2007.
Bréfið er vegna undirbúnings útboðsgagna vegna útboðs fjarskiptasjóðs á háhraðatengingum. Svæðið sem um ræðir í Grýtubakkahreppi er að öllu óbyggt ef frá er talið Skarð í Dalsmynni.  Sveitarstjórn lýsir furðu sinni á þessari svæðaskiptingu þar sem verið er að bjóða út vegna háhraðatengingar á nær óbyggðu svæði á sama tíma og fjarskiptasjóður hefur hafnað þátttöku í lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu.

8. Bréf frá eigendum Miðgarða ehf. dags. 3. janúar 2008.
Er verið að óska eftir afstöðu sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps um framtíð Miðgarða ehf. Afgreiðslu frestað.

9. Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:40.