Sveitarstjórn

17.12.2007 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 149

Mánudaginn 17. desember 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps í Gamla skólanum.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 5. desember 2007.
Lögð fram.

2. Fundargerð landbúnaðarnefndar frá 6. desember 2007. 
Fundargerðin samþykkt.

3. Bréf frá Guðna Sigþórssyni, dags. 7. desember 2007.
Er Guðni að óska eftir því að laun hans verði endurskoðuð. Afgreiðslu frestað.

4. Bréf frá Neytendasamtökunum dags. 4. desember 2007.
Samtökin fara þess á leit við sveitarstjórn Grýtubakkahrepps að hún styðji neytendastarf á næsta ári vegna þeirra þátta í starfseminni sem teljast samfélagsleg verkefni. Neytendasamtökin sækja um styrk að upphæð kr. 6.624.- vegna starfsársins 2008. Erindinu hafnað.

5. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 7. desember 2007. 
Vakin er athygli á breyttum háttum/reglum um efnistöku í kjölfar breytingar á lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999 sem kemur til framkvæmda 1. júlí 2008. Lagt fram.

6. Vatnsverndarsvæði Grenivíkur.
Rætt um merkingar vatnsverndarsvæðis.  Samþykkt að huga að merkingu í tengslum við gerð aðalskipulags.

7. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps, seinni umræða. 
Fjárhagsáætlun fyrir Grýtubakkahrepp árið 2008 samþykkt samanber neðangreint.

Í þús. kr.

Niðurstaða rekstrar                      -1.059
Afskriftir                                          17.692
Verðbætur nettó                              6.963
Afborganir                                      -7.190
Lífeyrisskuldbindingar                  2.050
Frá lánasjóði sveitarfélaga             960
Fjárfestingar                               -19.311
Óráðstafað                                        105


8. Trúnaðarmál.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 11. desember 2007.  Fundargerðin samþykkt. Afgreiðsla erindis félagsmálanefndar fært í trúnaðarbók.

9. Samningur við KPMG. 
Samþykkt að segja upp gildandi samningi við KPMG og leita eftir tilboðum í endurskoðun á vegum sveitarfélagsins. Fram skal tekið að ekki er verið að segja upp samningnum vegna óánægju með störf KPMG.

10. Öldrunarmál.
Lagður fram viðauki við samning um öldrunarþjónustu milli Akureyrarbæjar og Grýtubakkahrepps.  Sveitarstjórn hafnar viðaukanum þar sem í gildi er samningur til ársloka 2008 um aðgengi að öldrunarþjónustu á Akureyri.  Viðaukinn er tilkominn vegna uppbyggingar við Hlíð en Grýtubakkahreppur hefur einnig staðið í uppbyggingu öldrunarþjónustu innan sveitarfélagsins og hefur ekki bolmagn til að taka á sig viðbótargreiðslur vegna aukinnar uppbyggingar á Akureyri.

11. Erindisbréf framhaldsskólanefndar.
Lagt fram. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:10.