Sveitarstjórn

12.11.2007 09:40

Hreppsnefndarfundur nr. 146

Mánudaginn 12. nóvember 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Jón Helgi yfirgaf fund eftir 15. lið, tók þá Ásta við fundarritun.  Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Starfshópur um stefnumótun í Grýtubakkahreppi skilar af sér. 
Kynnt var vinna starfshópsins sem og tillögur hans.  Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með vinnu hópsins, sem gefur góðan grunn til áframhaldandi vinnu.

2. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar frá 24. október 2007.
Lögð fram.

3. Fundargerð hluthafafundar Flokkunar ehf. frá 28. september 2007.
Lögð fram.

4. Eyþing
a) Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 5. og 12. október 2007.
Lagðar fram.
b) Ályktun frá aðalfundi Eyþings 2007 varðandi samstarf í ferðamálum. Lögð fram.
c) Ályktun frá aðalfundi Eyþings 2007 varðandi hjólreiða- og göngustíga. Lögð fram.

5. Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember nk.
Lögð fram.

6. Tölvupóstur frá formanni 6. svæðadeildar Félags leikskólakennara. Efni: Ábendingar vegna fjárhagsáætlunar leikskóla 2008. Lagður fram.

7. Tillaga að breytingu á embætti byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis.
Í tillögunni felst eftirfarandi:
a) Rekstur byggingarfulltrúaembættisins verði færður frá héraðsnefndinni.
b) Stofnuð verði framkvæmdastjórn embættisins sem í eiga sæti einn fulltrúi frá hverri sveitarstjórn (sveitarstjóri/oddviti eða önnur tilnefning).
c) Samið verði við eitt aðildarsveitarfélaganna um fjárreiðu embættisins, innheimtur og greiðslur. Embættið fái sérstaka kennitölu.
Sveitarstjórn lýsir sig fylgjandi ofangreindum tillögum.

8. Bréf frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar dags. 26. október 2007. Efni: Nýr framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð. Gerð er tillaga um að sami háttur verði hafður á um skiptingu kostnaðar við uppbyggingu skólans og varðandi VMA.  Sveitarstjórn lýsir sig fylgjandi því að koma að verkefninu, náist um það samstaða meðal sveitarfélaga á svæðinu og að tryggt verði að áfram verði unnið að uppbyggingu þeirra framhaldsskóla sem fyrir eru á svæðinu með sama hætti og verið hefur.

9. Tillaga að breytingu á almannavarnanefnd Eyjafjarðar.
Verið er að leggja til að almannavarnarnefndir Eyjafjarðar og Fjallabyggðar verði sameinaðar og að rekstur þeirra verði færður til sýslumannsins á Akureyri.  Sveitarstjórn samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti.

10. Bréf frá Þóreyju Aðalsteinsdóttur dags. 24. október 2007.  Efni: Launahækkun. 
Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Þóreyju.

11. Heilbrigðismál.
a) Fundargerð 104. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 3. október 2007.
b) Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir árið 2008.
Fundargerðin lögð fram og fjárhagsáætlunin samþykkt.

12. Ályktun vegna búsetu í Laufási dags. 3. október 2007.
Samþykkt ályktun sem áður hafði verið tekin fyrir á símafundi, varðandi framtíðarfyrirkomulag á búsetu í Laufási.  Ályktunin hefur verið send kirkjuráði. 
Jón Helgi vék af fundi undir þessum lið.

13. Bréf frá Kristínu Sóleyju Björnsdóttur f.h. Gásanefndar dags. 11. október 2007.  Efni: Stofnaðild að sjálfseignarstofnun um uppbyggingu og rekstur Gásakaupstaðar.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í stofnun félagsins, náist um það samstaða meðal sveitarfélaga í Eyjafirði.  Samþykktin felur ekki í sér að sveitarfélagið muni koma að fjármögnun rekstrar sjálfseignarstofnunarinnar í framtíðinni.

14. Ljósleiðari.
Rætt um ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins.

15. Grenilundur - öldrunarmál.
Staða öldrunarmála rædd. 

16. Bréf frá skólastjóra Grenivíkurskóla dags. 8. nóvember 2007. Efni: Sjálfsmat í Grenivíkurskóla. 
Valdimar er að leggja fram tillögu um stofnun sjálfsmatshóps í Grenivíkurskóla.  Skólinn lenti í úrtaki Menntamálaráðuneytisins þar sem sjálfsmatsaðferðir skólans voru teknar út.  Tillögur Valdimars eru viðbrögð við athugasemdum ráðuneytisins.  Sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmyndir skólastjóra.

17. Lóðir við Sæland - Sæland 8.
Sveitarstjóra falið að svara bréfi dags. 25.júlí 2007, frá Ingu Steinlaugu Hauksdóttur og Ægi Adolf Arelíussyni varðandi skúrbyggingu á lóðinni Sælandi 8.  Sveitarstjórn gerir ráð fyrir að skúrinn verði rifinn þar sem lóðin er skilgreind sem íbúðarhúsalóð skv. gildandi deiliskipulagi.  Áréttað er að hægt er að fá lóðina undir íbúðarhús.

18. Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Kaplaskjól.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Kaplaskjól og sveitarstjóra er falið að senda tillöguna í grenndarkynningu.

19. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Grýtubakkahrepps 2007.
Skatttekjur eru 174,670 þús. kr.
Niðurstaða rekstrar (samstæða):  2,301,000
Afskriftir     17,790,000
Greiðsla frá Lánasjóði sveitarf.  967,000
Lífeyrisskuldbindingar   2,000,000
Verðbætur     6,695,000
Fjárfestingar skv. áætlun   -8,577,000
Fjárfestingar skv. endurskoðarði áætl. -9,322,000
Afborganir     -6,906,000
Óráðstafað     4,948,000
 Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun.

20. Önnur mál.
Enginn.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 21:00.

Jón Helgi Pétursson og Ásta F. Flosadóttir rituðu fundargerð.