Sveitarstjórn

01.10.2007 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 144

Mánudaginn 1. október 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir Matthildi Ármannsdóttur, dags. 18. september 2007. 
Sveitarstjórn samþykkir beiðnina

2. Starfsskrá Félagsmiðstöðvarinnar Gryfjunnar veturinn 2007-2008. 
Lagt fram.  Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með starfsskrá fyrir komandi vetur.

3. Erindi frá SagaZ ehf. dags. 4. júlí 2007. Er verið að fara fram á að Grýtubakkahreppur taki þátt í ritverkinu ÍSLAND 2010, atvinnulíf og menning. 
Sveitarstjórn er ekki reiðubúin að taka þátt í verkefninu að svo stöddu.

4. Erindi frá Bergvin Jóhannssyni dags. 23. september 2007.
Er hann að sækja um að hundahús staðsett á Nolli í Grýtubakkahreppi verði flutt út í Áshól þar sem það verður notað sem geymsla. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

5. Aukning hlutafjár í Flokkun ehf. 
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir því að Sænes ehf. taki þátt í hlutafjáraukningunni fyrir hönd sveitarfélagsins.

6. Umhverfisþing 12.-13. október 2007.
Lagt fram.

7. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Kaplaskjól á Grenivík og athugasemdir við deiliskipulagið frá Guðrúnu Árnadóttur og Gunnþóri Inga Svavarssyni dags. 15. ágúst 2007. Einnig athugasemd frá Sesselju Bjarnadóttur og Þórði Ólafssyni dags. 21. ágúst 2007.
Það aðalskipulag sem er í gildi í dag er síðan 1987 og í því er gert ráð fyrir hesthúsahverfi á því svæði sem aðal- og deiliskipulagið nær yfir.  Breytingin er eingöngu sú að í stað reiðvallar er gert ráð fyrir lóð undir reiðskemmu og þremur hesthúsalóðum. Ef um hljóðmengun frá hesthúsabyggðinni verður að ræða sem fer yfir mörk sem kveðið er á um í gildandi reglugerð um hávaða verður sett upp hljóðmön til að varna hávaða.  Einnig má koma upp gróðri til að koma í veg fyrir sjónmengun.  Ekki hefur verið kvartað yfir lyktar-eða hávaðarmengun frá þeim hesthúsum sem þegar eru til staðar. Að teknu tilliti til framangreinds samþykkir sveitarstjórn deiliskipulagið.

8. Ráðgjöf vegna Staðardagskrár 21.
Er verið að kynna samkomulag sem gert var milli Sambands ísl. sveitarfélaga og umhverfisráðuneytisins um framhald samstarfs um Staðardagskrá 21. Lagt fram.

9. Stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í skólamálum.
Samband ísl. sveitarfélaga óskar eftir umsögn og athugasemdum við drög að stefnumótun Sambandsins í skólamálum. Samþykkt að beina erindinu til fræðslu- og æskulýðsnefndar.

10. Önnur mál.
Engin.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:25.