Sveitarstjórn

17.09.2007 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 143

Mánudaginn 17. september 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jóhann Ingólfsson en í hans stað sat Jenný Jóakimsdóttir fundinn.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl.17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Á fundinn komu fulltrúar frá Hestamannafélaginu Þráni, þeir Sigurbjörn Jakobsson, Þórður Jakobsson og Heimir Ágeirsson. 
Rætt var um lagningu reiðvegar vestur frá hesthúsahverfi að veginum við Skælu.

2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 5. september 2007.
Lögð fram.

3. Laun 16 ára unglinga í vinnuskóla Grýtubakkahrepps sumarið 2007.
Ákveðið að laun unglinga sem fæddir eru 1991 í vinnuskóla Grýtubakkahrepps sumarið 2007 verði sem hér segir: dagvinna 710,56 kr./klst. og eftirvinna 1.279,04 kr./klst.
Ákvörðun frá 2. júlí er dregin til baka hvað varðar fyrrnefnda unglinga.

4. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 5. september 2007. 
Gert er ráð fyrir að Samband ísl.sveitarfélaga ráði verkefnisstjóra til að sinna hagsmunagæslu í úrgangsmálum fyrir hönd íslenskra sveitarfélaga.  Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu og samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi kostnaðarskiptingu.

5. Bréf frá Margréti S. Jóhannsdóttur og Oddgeiri Ísakssyni, dags. 11. september 2007. 
Eru þau að sækja um leyfi til að byggja sólstofu við Melgötu 6 á Grenivík.  Sveitarstjórn samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu.

6. Bréf frá Stefáni Þengilssyni dags. 5. júlí sl., áður tekið fyrir á fundi 3. september sl. 
Að beiðni Stefáns frestar sveitarstjórn afgreiðslu erindisins til 15. október nk.

7. Bréf frá Önnu Pétursdóttur, dags. 24. júlí 2007, áður tekið fyrir á fundi 3. september sl.  Samanber lið nr. 6 er afgreiðslu erindis Önnu frestað til 15. október.

8. Bréf frá Ægi A. Arelíussyni og Ingu S. Hauksdóttur, dags. 25. júlí 2007, áður tekið fyrir á fundi 3. september sl.
Afgreiðslu frestað.  Sveitarstjóra falið að tala við núverandi eigendur gripahúss sem stendur á umræddri lóð.

9. Samningur milli Grýtubakkahrepps og Icefox ehf. um lagningu ljósleiðararöra á Grenivík.  Afgreiðslu frestað.

10. Ógreidd hunda- og kattaleyfisgjöld á Grenivík.
Sveitarstjóra falið að hafa samband við heilbrigðisfulltrúa vegna hunda og katta sem ekki eru tilskilin leyfi fyrir.

11. Skipun starfshóps vegna stefnumótunarvinnu í Grýtubakkahreppi.
Eftirfarandi voru skipaðir í starfshópinn:
Bára E. Heimisdóttir, Fjóla V.Stefánsdóttir, Gísli Gunnar Oddgeirsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Íris Þorsteinsdóttir, Viðar Júlíusson og Þórarinn Pétursson.

12. Samningur um öldrunarþjónustu milli Grýtubakkahrepps og Akureyrarbæjar. 
Afgreiðslu frestað.

13. Tilboð í útgröft og fyllingu í Sælandi á Grenivík.
Eftirfarandi tilboð bárust: Frá G. Hjálmarssyni hf. kr. 2.026.000,- og frá Icefox ehf. kr. 2.350.000,-.  Samþykkt að ganga til viðræðna við G. Hjálmarsson hf.

14. Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:50.