Sveitarstjórn

03.09.2007 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 142

Mánudaginn 3. september 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Magnús Ásgeirsson frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar kom á fundinn. 
Rætt stefnumótunarvinnu fyrir sveitarfélagið.

2. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 12. júlí og 20. ágúst 2007.
Lagðar fram.

3. Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar frá 29. ágúst 2007.
Lögð fram.

4. Fundargerðir bygginganefndar Eyjafjarðar frá 17. júlí og 21. ágúst 2007. 
Í lið 2 í fundargerð frá 17. júlí sækir Thomas Seit, Weinbergstrasse 45, Sviss um leyfi til að byggja við íbúðarhúsið að Nolli í Grýtubakkahreppi. Í fundargerð frá 21. ágúst í lið 1 sækir Golfklúbburinn Hvammur um leyfi til að setja niður hús við golfvöllinn í Hvammi. Í lið 2 sækir hestamannafélagið Þráinn um leyfi til að byggja reiðskemmu á lóð nr. 9 við Kaplaskjól á Grenivík. Í lið 3 er Birgir Már Birgisson, Miðgörðum 8 á Grenivík að sækja um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóð nr. 8 við Miðgarða. Í lið nr. 4 sækir Jónas Steingrímsson, Borgarsíðu 23, Akureyri um leyfi til að byggja aðstöðuhús á lóð nr. 12 við Sunnuhlíð á Grenivík.  Fundargerðirnar lagðar fram og framangreindir liðir samþykktir.  Jón Helgi vék af fundi meðan liður 1 í fundargerð frá 21. ágúst var tekinn fyrir. 

5. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 11. júní og 8. ágúst 2007.
Lagðar fram.

6. Fundargerð áfengis- og vímuvarnarnefndar frá 28. ágúst 2007. 
Fundargerðin samþykkt.  Sveitarstjórn telur æskilegt að börn á grunnskólaaldri fái ekki aðgang að Þorrablóti Höfðhverfinga og að eldri börn, að 18 ára aldri, geti einungis sótt samkomuna í fylgd með foreldrum/forráðamönnum.

7. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 30. ágúst 2007. 
Fundargerðin samþykkt.

8. Bréf frá Veðurstofunni frá 19. júlí 2007.
Er verið að tilkynna um að ofanflóðahætta í núverandi þéttbýli á Grenivík sé innan ásættanlegra marka. Lagt fram.

9. Bréf frá fjármálaráðuneytinu dags. 3. júlí 2007.
Ráðuneytið er að tilkynna um að það hyggist ekki setja upp útibú fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins á Grenivík að svo stöddu.  Sveitarstjóra falið að óska eftir skýringum á afstöðu ráðuneytisins.

10. Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 29.júní 2007.
Er verið að tilkynna um Umhverfisþing sem haldið verður í Reykjavík 12. - 13. október nk. Lagt fram.

11. Bréf frá Eyþingi dags. 20. ágúst 2007.
Bréfið er svar við bréfi frá Grýtubakkahreppi frá 3. júlí sl. varðandi gsm- samband á ferðamannastöðum.  Fram kom í bréfinu að ekki verður ráðist í að svo stöddu að setja upp senda á afskekktum stöðum fjarri raflínum sökum gríðarlegs kostnaðar við rafstöðvar. Lagt fram.

12. Tölvupóstur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 23. ágúst 2007.
Er verið að tilkynna um skólamálaþing sem haldið verður í Reykjavík 23. nóv. nk. Lagt fram.

13. Ferðatilhögun óbyggðanefndar.
Er verið að tilkynna um að óbyggðanefnd verði hér á ferð í Grýtubakkahreppi 25. sept. nk. vegna krafna ríkisins á svæði 6 og skýrslur og málflutningur fari fram 26. sept. nk.  Lagt fram.

14. Aðalfundur Sæness ehf. starfsárið 2006.
Aðalfundurinn var haldinn 21. ágúst sl. Áður hafði verið samþykkt að Jóhann Ingólfsson færi með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

15. Umsókn um námsvist utan sveitarfélags lögheimilis vegna Þorgeirs Ingvarssonar og Ellenar Ingvarsdóttur.
Samþykkt.

16. Umsókn um leikskóladvöl fyrir Elísabeth Önnu Gunnarsdóttur. 
Samþykkt.

17. Tölvupóstur frá Sigurði Þengilssyni dags. 27. júlí 2007.
Er hann að sækja um lóð nr. 10 við Sunnuhlíð.  Samþykkt.

18. Bréf frá Stefáni Þengilssyni dags. 5. júlí 2007 (vegna mistaka var þetta erindi einnig sett á dagskrá undir lið 20).
Er hann að sækja um lóð nr. 2 við Sunnuhlíð.  Afgreiðslu frestað.

19. Bréf frá Önnu Pétursdóttur dag. 24. júlí 2007.
Er hún að sækja um lóð nr. 2 við Sunnuhlíð.  Afgreiðslu frestað.

20. Bréf frá Ægi A. Arelíussyni og Ingu S. Hauksdóttur dags. 25. júlí 2007.
Eru þau að sækja um lóð nr. 8 við Sæland. Afgreiðslu frestað.

21. Bréf frá Flokkun ehf. dags. 29. ágúst 2007.
Stjórn Flokkunar samþykkti á síðasta stjórnarfundi bókun þar sem lagt er til að Flokkun verði hluthafi í Moltu fyrir hönd sveitarfélaga við Eyjafjörð og að við fyrirhugaða hlutafjáraukningu Flokkunar verði gert ráð fyir þessu. Gert er ráð fyrir að hluti Flokkunar í Moltu ehf. verði 35 - 50 milljónir kr.  Sveitarstjórn tekur jákvætt í tillögu stjórnar Flokkunar.

22. Bréf frá Sigurbirni Þ. Jakobssyni dags. 30. ágúst 2007.
Er Sigurbjörn að svara f.h. Hestamannafélagsins Þráins bréfi frá Grýtubakkahreppi dags. 19.06.07.  Samþykkt að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Þráins.

23. Önnur mál.
Engin.

24. Erindi frá Bergvini Jóhannssyni. 
Samþykkt að leita afbrigða og taka fyrir erindi frá Bergvini Jóhannssyni. Erindið barst fyrir tiltekinn frest en vegna mistaka náði það ekki inn á boðaða dagskrá.  Í erindinu óskar Bergvin eftir leyfi til að stofnaðar verði þrjár sérstakar lóðir út úr jörðinni Áshóli í Grýtubakkahreppi, sbr. meðfylgjandi teikningu, og þær teknar úr landbúnaðarnotkun.  Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:00.