Sveitarstjórn

07.06.2007 00:00

Fimmtudaginn 7. júní 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Mættir voru Jóhann Ingólfsson, Jón Helgi Pétursson, Benedikt Sveinsson, Margrét Ösp Stefánsdóttir og Jenný Jóakimsdóttir (tvær síðastnefndu sátu í stað Fjólu Stefánsdóttur og Ástu F. Flosadóttur).  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  Fundurinn hófst kl. 18:30.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1) Ráðning í stöðu húsvarðar við íþróttamiðstöð og grunnskóla.
Farið var yfir umsóknir og rætt um það sem fram kom í viðtölum við umsækjendur.  Sveitarstjórn samþykkir að ganga til viðræðna við Þorstein Þormóðsson um að hann taki að sér starf húsvarðar og er sveitarstjóra falið að ræða við hann.  Jafnframt er sveitarstjóra veitt umboð til að ganga frá ráðningu, takist samningar við Þorstein.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:05.