Sveitarstjórn

21.05.2007 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 136

Mánudaginn 21. maí 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson.  Í hans stað sat Jenný Jóakimsdóttir fundinn.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Farið í vettvangsferð.
Skoðir möguleikar á að veita vatni frá Lundi, litið yfir umgengni á iðnaðarsvæðum og opnum svæðum.  Einnig litið yfir tjaldstæði og norðurhluta skólalóðar og ræddar mögulegar framkvæmdir við tjaldstæðið. 

2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 4. maí 2007. 
Lögð fram.

3. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 30. apríl 2007. 
Lögð fram.

4. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar frá 9. maí 2007.
Lögð fram.

5. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 8. maí 2007.
Í lið nr. 1 er Bríet Þorsteinsdóttir að sækja um leyfi til að byggja frístundahús á skipulögðu svæði á næstu lóð fyrir vestan Sæland á Grenivík.
Í lið nr. 2 er Borgarsig ehf. að sækja um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 3 við Sunnuhlíð, Grenivík. 
Í lið nr. 3 er Stefán Jóhannesson, Aðalstræti 30, Akureyri að sækja um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 5 við Sunnuhlíð, Grenivík. 
Í lið nr. 4 er Alfreð Pálsson, Þórunnarstræti 117, Akureyri að sækja um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 7 við Sunnuhlíð á Grenivík.
Í lið nr. 5 er Bjarni Gnýr Hjarðar, Klettaborg 17, Akureyri að sækja um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 16 við Sunnuhlíð, Grenivík.
Sveitarstjórn samþykkir framangreinda liði fundargerðinar.

6. Fundargerð kjörstjórnar Grýtubakkahrepps frá 7. maí 2007.
Fundargerðin samþykkt.

7. Bréf frá Akureyrarbæ dags. 10. maí 2007 og dagskrá stofnfundar um einkahlutafélag til að annast alhliða úrgangsstjórnun fyrir sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu.
Til stendur að leggja Sorpey bs. niður og stofna nýtt hlutafélag um úrgangsstjórnun í Eyjafirði.  Sveitarstjórn samþykkir að Grýtubakkahreppur gerist stofnaðili að hinu nýja hlutafélagi og að eignarhlutur hreppsins í Sorpey bs. leggist sem hlutafé í nýja félagið.  Ennfremur ákveðið að Guðný fari sem fulltrúi hreppsins á fyrirhugaðan stofnfund 24. maí nk. 

8. Bréf frá Landvernd dags. 9. maí 2007. 
Er verið að tilkynna að Grenivíkurskóli hafi hlotið Grænfánann.  Grænfáninn er alþjóðlegt merki um gott umhverfisstarf og menntun í skólum.  Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps lýsir yfir mikilli ánægju með að þessu langþráða markmiði hefur verið náð og þakkar það miklum dugnaði og elju starfsfólks og nemenda skólans.  Stefnt er að því að skólanum verði afhentur Grænfáninn við hátíðlega athöfn þann 1. júní nk.

9. Tölvupóstur vegna Fjölsmiðju í Eyjafirði dags. 4. maí 2007.
Lagt fram. 

10. Bréf frá umsjónarnefnd um framkvæmd minkaveiðiátaks dags. 30. apríl 2007. 
Er verið að leita eftir fjárstuðningi frá Grýtubakkahreppi við átakið.  Samþykkt að leggja 300.000 kr. á ári næstu þrjú árin til verkefnisins með fyrirvara um að lagðar verði gildrur út Látraströnd eins langt og bílfært er.

11. Lagning ljósleiðara til Grenivíkur.
Lagt fram tilboð frá Tengi ehf. í lagningu ljósleiðara til Grenivíkur.  Samþykkt að leita til fjarskiptasjóðs og þá Sæness ehf. um fjármögnun verkefnisins.  Stefnt er að því að leggja ljósleiðarann samhliða hitaveitunni í sumar.

12. Deiliskipulag Ægissíða suð-vestur (Sæland).
Samþykkt að gatan vestan Miðgarða heiti Sæland.  Deiliskipulagið samþykkt með númerabreytingu. 

13. Látur. 
Lögð fram afstöðumynd vegna endurbyggingar slysavarnaskýlis á Látrum.  Sveitarstjórn samþykkir afstöðumyndina fyrir sitt leyti. 

14. Samvinna sveitarfélaga í Eyjafirði.
Rætt um niðurstöður skýrslu HA um samvinnu sveitarfélaganna í Eyjafirði.  Sveitarstjórn finnst ýmsar hugmyndir sem fram koma í skýrslunni áhugaverðar, en ljóst er að fjalla þarf nánar um málefni Eyþings á vettvangi Eyþings.

15. Breyting á aðalskipulagi við Kaplaskjól. 
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi við Kaplaskjól á Grenivík.  Samþykkt með lítilsháttar breytingum.

16. Bréf frá Gunnlaugi Lútherssyni dags. 17. maí 2007.
Er hann að sækja um starfsleyfi fyrir verkstæði við Lundsbraut 4a og leyfi til að reisa girðingu vestan verkstæðishússins.  Sveitarstjóra falið að vinna að öflun starfsleyfis.  Hvað girðinguna varðar þarf að afla nánari gagna um staðsetningu og gerð.  Þeim hluta erindisins er því frestað. 

17. Önnur mál.
Engin.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 21:00.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.