Sveitarstjórn

07.05.2007 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 135

Mánudaginn 7. maí 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1) Gunnar Björn Þórhallsson frá Tengi kom á fundinn vegna ljósleiðaramála. 
Rætt var um mögulega lagningu ljósleiðara til Grenivíkur, mögulegan kostnað við lagningu og mismunandi útfærslur.  Samþykkt að vinna málið áfram og fá ýtarlegri upplýsingar, sem og að kanna mögulega aðkomu Fjarskiptasjóðs að verkefninu.

2) Héraðsráð Eyjafjarðar.
(a) Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar frá 18. apríl 2007. Lögð fram.
(b) Skýrsla frá RHA, Samvinna sveitarfélaga í Eyjafirði, greining og framtíðarfyrirkomulag. Afgreiðslu frestað.

3) Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 10. apríl 2007. 
Fundargerðin samþykkt.

4) Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands 7. maí 2007.
Sveitarstjóri var fulltrúi Grýtubakkahrepps á fundinum en áður var búið að leita samþykkis sveitarstjórnarmanna með tölvupósti.

5) Tölvupóstur frá Pálma R. Pálmasyni dags. 16. apríl 2007.
Er hann að sækja um lóð nr. 9 í frístundabyggðinni Sunnuhlíð. Samþykkt að úthluta Pálma umræddri lóð.

6) Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 20. apríl 2007.
Bréfið fjallar um leyfi fyrir þremur sumarhúsalóðum og geymsluskúr í landi Áshóls í Grýtubakkahreppi.  Stofnunin mælir með að gert verði deiliskipulag af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.  Lagt fram.

7) Tölvupóstur frá Regínu Ómarsdóttur dags. 18. apríl 2007.
Regína er búin að vera í árs námsleyfi sem leikskólastjóri í Krummafæti.  Er hún að sækja um leyfi í annað ár.  Þar sem Hólmfríður Hermannsdóttir, sem sinnt hefur starfi leikskólastjóra í fjarveru Regínu, er reiðubúin til að starfa við leikskólann Krummafót 1 ár til viðbótar fellst sveitarstjórn á að veita Regínu umbeðið launalaust leyfi.  Fjóla vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

8) Tölvupóstur frá Þórði Stefánssyni dags. 30. apríl 2007. 
Þórður er að tilkynna að hann sjái sér ekki fært að sinna störfum skoðunarmanns hjá Grýtubakkahreppi.  Lagt fram.

9) Tölvupóstur frá Ármanni Einarssyni dags. 30. apríl 2007. 
Er hann að segja upp störfum sem húsvörður hjá Grýtubakkahreppi.  Sveitarstjórn þakkar Ármanni vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.  Samþykkt að fela sveitarstjóra að auglýsa starfið.

10) Kjörskrá Grýtubakkahrepps fyrir alþingiskosningarnar 12. maí 2007.
Lagt fram.

11) Samningur við Ljósgjafann ehf.  
Lagt fram til kynningar.

12) Samningur við Akureyrarbæ vegna öldrunarmála. 
Samningar eru lausir milli Akureyrarbæjar og nágrannasveitarfélaganna varðandi öldrunarþjónustu. Afgreiðslu frestað.

13) Erindi frá Svalbarðsstrandarhreppi dags. 27. apríl 2007.
Breytingar á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar.  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingarnar.

14) Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2006, seinni umræða. 
Jafnframt lögð fram skýrsla um endurskoðun ársreiknings. Síðari umræðu lokið og ársreikningur áritaður af sveitarstjórn.
 
15) Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:20.