Sveitarstjórn

02.04.2007 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 133

Mánudaginn 2. apríl 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Mættir voru:  Fjóla Stefánsdóttir, Ásta F. Flosadóttir, Jóhann Ingólfsson og Benedikt Sveinsson ásamt sveitarstjóra.  Jón Helgi boðaði forföll á síðustu stundu.  Fundurinn hófst kl. 17:00.  Ásta ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Fundargerð Sorpeyðingar Eyjafjarðar frá 15. mars 2007.
Lögð fram. 

2. Fundargerð kjörstjórnar Grýtubakkahrepps frá 27. mars 2007.
Fundargerðin samþykkt.

3. Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Fiskistofu dags. 21. mars 2007. 
Bréfið fjallar um umsókn Marbendils ehf. um rekstrarleyfi til kræklingaræktunar í Eyjafirði.  Fyrirtækið fær það svar frá umhverfisstofnun að kræklingaeldi falli ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Lagt fram.

4. Bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu dags. 21. mars 2007. 
Þar er verið að auglýsa til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta.  Ákveðið að sækja um byggðakvóta fyrir Grýtubakkahrepp.

5. Bréf frá Símanum dags. 28. mars 2007. 
Bréfið er svar við bréfi Grýtubakkahrepps frá 10. janúar 2007 um ADSL-væðingu í Grýtubakkahreppi.  Síminn hefur tekið þá afstöðu að bíða með  uppbyggingu á þeim stöðum sem eru fjarri ljósleiðara í dag, (en ljósleiðari er nauðsynlegt burðarlag fyrir ADSL væðingu) þar til samgönguráðuneytið hefur gefið út með hvaða hætti það hyggst koma að uppbyggingu á háhraðanetstengingum fyrir landsbyggðina.  Samþykkt að sækja um háhraðatengingu til samgönguráðuneytisins.  Ákveðið að leita til óháðra aðila til að fá ráðleggingar um æskilegar lausnir og næstu skref í þessum málum.

6. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 28. mars 2007. 
Efni: Aðstöðuhús á golfvelli í landi Hvamms, Grýtubakkahreppi. Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn veiti leyfi fyrir framangreindri byggingu. 

7. Bréf frá ÍSÍ Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands dags. 27. mars 2007. 
Efni: ÍSÍ og Netbókhald.is.  Lagt fram.

8. Kaupsamningur vegna Lækjarvalla 2 á milli Grýtubakkahrepps annars vegar og Báru Eyfjörð Jónsdóttur og Sigurbjörns Þórs Jakobssonar hins vegar.
Endanlegur kaupsamningur samþykktur.

9. Kaupsamningur vegna Túngötu 11b á milli Grýtubakkahrepps annars vegar og Sigrúnar Valdimarsdóttur og Jóns Friðbjörnssonar hins vegar.
Endanlegur kaupsamningur samþykktur.

10. Atvinnumál.
Rætt um stöðu og framtíðarhorfur PharmArtica.
Rætt um leiðir til að fjölga atvinnutækifærum og laða að nýja íbúa.

11. Reykjaveita.
Skoðaðar hugmyndir um legu hitaveituröranna á Grenivík.  Íbúafundur um Reykjaveitu verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl, þar verða málefni hitaveitunnar rædd og þessar hugmyndir lagðar fram.  Sveitarstjóra falið að skoða möguleika og verð á ídráttarrörum sem yrðu þá lögð jafnhliða hitaveitunni.

12. Hlíðarendi.
Rædd drög að skipulagsskrá útgerðarminjasafnsins á Grenivík.  Til stendur að hafa stofnfund útgerðarminjasafnsins þann 26. apríl 2007.

13. Erindi frá Bergvin Jóhannssyni dags. 27. mars 2007. 
Bergvin er að óska eftir samþykki sveitarstjórnar fyrir deiliskipulagi fyrir þremur sumarhúsum og geymsluskúr í landi Áshóls.  Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar. 

14. Önnur mál.
Engin.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19.30.